„Fólk má alveg dæma mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 09:04 Ange Postecoglou var brúnaþungur í gær enda hefur gengi Tottenham verið afleitt. Getty/Catherine Ivill Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“ Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“
Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira