Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2025 09:03 Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun