Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 09:37 Alfreð yfirgefur Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun eftir að hafa hafnað því að svara spurningum um málið í aðalmeðferðinni. Vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. Nokkur fjöldi fólks var mættur í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun til viðbótar við fulltrúa fjölmiðla af flestum miðlum til að fylgjast með aðalmeðferðinni. Bæði var um að ræða aðstandendur aðila máls en einnig hóp nema sem fylgdust með því sem fram fór. Hákon Þorsteinsson dómsformaður tilkynnti við upphaf þinghalds að dómurinn væri fjölskipaður og með honum væru Barbara Björnsdóttir dómari og Tómas Zoega geðlæknir. Dómkvaddur matsmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að Alfreð þjáist af alvarlegu geðrofi. Alfreð var leiddur bakdyramegin inn í dómsal 101 eftir að honum hafði verið lokað og náðust því engar myndir af honum en fjöldi ljósmyndara og kvikmyndatökumanna var á göngum dómstólsins. Alfreð klæddist vínrauðri hettupeysu, svörtum íþróttabuxum og appelsínugulum sokkum. Þá var hann í neongrænum inniskóm og með hálfs lítra kókflösku í nesti. Vildi ekki tjá sig um málið Aðalmeðferðin hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Alfreðs, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðar að Alfreð óskaði eftir því að gefa ekki skýrslu í málinu. Hann vísaði einfaldlega til fyrri vitnisburðar við yfirheyrslu. Hákon dómsformaður bauð Alfreð að tjá sig, koma einhverju á framfæri. Alfreð svaraði einfaldlega nei. Ákvörðunin setti þinghaldið aðeins út af laginu þar sem næstu vitni áttu ekki að mæta í dómsal fyrr en síðar. Saksóknari og meðdómarar höfðu greinilega lagt upp með að geta spurt sakborninginn spjörunu úr. Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari spurði Alfreð hvort það væri alveg ljóst að hann vildi ekki bæta neinu við og einfaldlega staðfesta fyrri framburð sinn. Hann var fenginn til að setjast í vitnastúkuna augnablik formsins vegna. Var hann upplýstur um að hann gæti fengið ráðgjöf frá verjanda sínum hvenær sem er. Kannaðist við hjónin og syni þeirra Arnþrúður saksóknari spurði Alfreð hvort hann vildi breyta einhverju eða bæta við frá skýrslutöku hjá lögreglu. Alfreð neitaði því og staðfesti að hann vildi bara vísa til skýrslutökunnar. Arnþrúður spurði út í tengsl hans við hin látnu. Þau hafi verið með rollur á sveitabæ foreldra þeirra og svo hafi hann kannast við syni hjónanna. Hann sagðist ekki hafa verið í neinum samskiptum við hin látnu. Arnar Heimir Lárusson réttargæslumaður, Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara ásamt Áslaugu Benediktsdóttur sem aðstoðar hana.Vísir/vilhelm Hjá lögreglu sagðist hann hafa komið til fólksins á heimili þeirra í Neskaupstað umrætt kvöld í ágúst. Þangað hefði hann ekki komið í nokkur ár. Hann hafi átt leið fram hjá og ákveðið að fá sér kaffi hjá þeim. Hann hafi á þeim tíma búið á hóteli á Reyðarfirði. Hann hafi reglulega farið yfir í Neskaupstað til að skoða hús þarna. Saksóknari bauð Alfreð að lýsa frekar hvað hefði átt sér stað á heimili hjónanna. Alfreð ákvað að vísa einfaldlega til skýrslutökunnar. Tómas geðlæknir og meðdómari vildi fá að vita hvort Alfreð hefði lesið yfir gögnin. Alfreð sagði um mikið magn gagna að ræða sem hann hefði fyrst að hluta séð í gær. Arnþrúður saksóknari sagðist í dómnum hafa viljað bera myndbönd úr eftirlitsmyndavél á bensínstöð Olís undir Alfreð en hann baðst undan því. Yfirgaf hann vitnastúkuna og var svo leiddur út bakdyramegin af lögreglumönnum. Var gert hlé á þinghaldi á meðan saksóknari gerir tilraunir til að fá vitni til að mæta á svæðið fyrr en þau höfðu reiknað með. Endurtekin högg með hamar í höfuð Fram kemur í ákærunni að Alfreð, sem hefði átt að sæta nauðungarvistun þegar brotin áttu sér stað, hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hlutu umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að þau hefðu heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið fyrir atburðinn. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað alla leiðina á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði Alfreð sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu í desember að Alfreð stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Landsréttur úrskurðaði í desember að hann skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vildi tryggja að ekki yrði háski af honum. Hann hefur sætt slíkri gæslu. Alfreð sætir einnig ákæru fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið ógnandi með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi yfir fram á miðvikudag. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks var mættur í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun til viðbótar við fulltrúa fjölmiðla af flestum miðlum til að fylgjast með aðalmeðferðinni. Bæði var um að ræða aðstandendur aðila máls en einnig hóp nema sem fylgdust með því sem fram fór. Hákon Þorsteinsson dómsformaður tilkynnti við upphaf þinghalds að dómurinn væri fjölskipaður og með honum væru Barbara Björnsdóttir dómari og Tómas Zoega geðlæknir. Dómkvaddur matsmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að Alfreð þjáist af alvarlegu geðrofi. Alfreð var leiddur bakdyramegin inn í dómsal 101 eftir að honum hafði verið lokað og náðust því engar myndir af honum en fjöldi ljósmyndara og kvikmyndatökumanna var á göngum dómstólsins. Alfreð klæddist vínrauðri hettupeysu, svörtum íþróttabuxum og appelsínugulum sokkum. Þá var hann í neongrænum inniskóm og með hálfs lítra kókflösku í nesti. Vildi ekki tjá sig um málið Aðalmeðferðin hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Alfreðs, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðar að Alfreð óskaði eftir því að gefa ekki skýrslu í málinu. Hann vísaði einfaldlega til fyrri vitnisburðar við yfirheyrslu. Hákon dómsformaður bauð Alfreð að tjá sig, koma einhverju á framfæri. Alfreð svaraði einfaldlega nei. Ákvörðunin setti þinghaldið aðeins út af laginu þar sem næstu vitni áttu ekki að mæta í dómsal fyrr en síðar. Saksóknari og meðdómarar höfðu greinilega lagt upp með að geta spurt sakborninginn spjörunu úr. Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari spurði Alfreð hvort það væri alveg ljóst að hann vildi ekki bæta neinu við og einfaldlega staðfesta fyrri framburð sinn. Hann var fenginn til að setjast í vitnastúkuna augnablik formsins vegna. Var hann upplýstur um að hann gæti fengið ráðgjöf frá verjanda sínum hvenær sem er. Kannaðist við hjónin og syni þeirra Arnþrúður saksóknari spurði Alfreð hvort hann vildi breyta einhverju eða bæta við frá skýrslutöku hjá lögreglu. Alfreð neitaði því og staðfesti að hann vildi bara vísa til skýrslutökunnar. Arnþrúður spurði út í tengsl hans við hin látnu. Þau hafi verið með rollur á sveitabæ foreldra þeirra og svo hafi hann kannast við syni hjónanna. Hann sagðist ekki hafa verið í neinum samskiptum við hin látnu. Arnar Heimir Lárusson réttargæslumaður, Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara ásamt Áslaugu Benediktsdóttur sem aðstoðar hana.Vísir/vilhelm Hjá lögreglu sagðist hann hafa komið til fólksins á heimili þeirra í Neskaupstað umrætt kvöld í ágúst. Þangað hefði hann ekki komið í nokkur ár. Hann hafi átt leið fram hjá og ákveðið að fá sér kaffi hjá þeim. Hann hafi á þeim tíma búið á hóteli á Reyðarfirði. Hann hafi reglulega farið yfir í Neskaupstað til að skoða hús þarna. Saksóknari bauð Alfreð að lýsa frekar hvað hefði átt sér stað á heimili hjónanna. Alfreð ákvað að vísa einfaldlega til skýrslutökunnar. Tómas geðlæknir og meðdómari vildi fá að vita hvort Alfreð hefði lesið yfir gögnin. Alfreð sagði um mikið magn gagna að ræða sem hann hefði fyrst að hluta séð í gær. Arnþrúður saksóknari sagðist í dómnum hafa viljað bera myndbönd úr eftirlitsmyndavél á bensínstöð Olís undir Alfreð en hann baðst undan því. Yfirgaf hann vitnastúkuna og var svo leiddur út bakdyramegin af lögreglumönnum. Var gert hlé á þinghaldi á meðan saksóknari gerir tilraunir til að fá vitni til að mæta á svæðið fyrr en þau höfðu reiknað með. Endurtekin högg með hamar í höfuð Fram kemur í ákærunni að Alfreð, sem hefði átt að sæta nauðungarvistun þegar brotin áttu sér stað, hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hlutu umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að þau hefðu heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið fyrir atburðinn. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað alla leiðina á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði Alfreð sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu í desember að Alfreð stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Landsréttur úrskurðaði í desember að hann skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vildi tryggja að ekki yrði háski af honum. Hann hefur sætt slíkri gæslu. Alfreð sætir einnig ákæru fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið ógnandi með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi yfir fram á miðvikudag.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira