Innlent

Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykja­vík og upp­hitun fyrir ofurskálina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Mikil leynd virðist ríkja yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík eftir að borgarstjóri sleit samstarfi meirihlutans fyrir helgi. Tvennum sögum fer af því hver nefndi slit fyrst, í dramatísku fundarhléi meirihlutans á borgarstjórnarfundi.

Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi.

Líkur eru á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum vegna úrkomu. Búist er við vatnavöxtum í ám og lækjum.

Þá hittum við mann sem sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís og verðum í beinni útsendingu frá veitingastaðnum Just Wingin' it þar sem aðdáendur ofurskálarinnar eru saman komnir til að hita upp fyrir nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×