Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 13:00 Hrefna segir ekki boðlegt að trjágróður stofni lífi fólks á landsbyggðinni í hættu þegar það þarf að leita bráðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. „Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5. maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þess að tryggja flugöryggi,“ segir Hrefna í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar spyr Hrefna hvort tré í Öskjuhlíð fái að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? „Þetta er auðvitað okkar lífsbjörg að geta lent á flugvellinum í Reykjavík, með fárveikt fólk. Við erum ekki með hátæknisjúkrahús og þurfum að treysta á Landspítalann,“ segir Hrefna, í samtali við fréttastofu, en hún er sjálf búsett á Fáskrúðsfirði. Þriggja tíma ferðalag Ferðalagið myndi taka hana um þrjá til fjóra tíma. „Ég byrja á því að fara með sjúkrabíl í Neskaupstað, sem eru kannski 40 mínútur. Þar er maður metinn af lækni. Svo er ekki alltaf fært frá flugvellinum á Norðfirði og þá þarf að keyra með sjúkrabíl frá Norðfirði í Egilsstaði. Það eru aðrar 40 til 45 mínútur, og svo áttu eftir að fljúga til Reykjavíkur.“ Auk þess þurfi þá að taka til greina að sjúkraflugvélin sé ekki staðsett á Egilsstöðum. Hver mínúta telji í þessum aðstæðum. „Ég held að þetta sé sjónarmið sem sé dálítið að týnast í þessari umræðu. Að þeir ætli að gefa sér tíma til 5. maí. Ef við gefum okkur, miðað við tölfræðina, sirka á dag upp á líf og dauða, hvað eru það þá mörg mannslíf þangað til í maí? Umræðan snýst aðallega um bráðasjúkraflug en auðvitað erum við með fullt af veiku fólki sem fer með almennu flugi til Reykjavíkur og treystir á læknisþjónustu þar líka.“ Hún bendir á það í grein sinni að samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi geti takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega séu um þúsund sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella sé um að ræða sjúklinga sem þurfi nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Það séu sjúklingar sem þurfi að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Ferðalagið getur tekið margar klukkustundir fyrir utan sjúkraflugið.Vísir/Vilhelm „Miðað við upplýsingar frá Miðstöð sjúkraflutninga og tölfræðina þeirra eru um 300 manns ári sem þurfa að komast í læknisþjónustu innan ákveðins tímaramma. Það getur verið upp á líf og dauða. Það eru 300 manns, fyrir auðvitað aðra sem eru veikir og þurfa læknisþjónustu.“ Hún segir að auk þess greinist árlega um fimmtíu einstaklingar með krabbamein sem búsettir eru á Austurlandi. Megnið af þeim sæki sína meðferð til Reykjavíkur og þurfi til þess að treysta á reglulegar flugsamgöngur. Ekki boðlegt ástand Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að bregðast við strax. „Auðvitað þurfum við að láta í okkur heyra því þetta er ekki boðlegt, að það séu einhver tré sem séu að storka örlögum hér upp á líf og dauða. Það er ekki eins og það þurfi að fjarlægja einhverjar byggingar. Við erum að tala um að það þurfi að saga niður tré.“ Fólk þurfi að horfa á málið frá þeirra sjónarhorni. „Ég held að fólk hafi kannski ekki sett þetta í samhengi. Auðvitað hafa ýmsir látið í sér heyra. Það er búið að boða fund hjá velferðarnefnd alþingis og sjúkraflutninga og flugmenn á sjúkravélum hafa sent frá sér áskoranir og tilkynningar en einhvern veginn hefur það látið í minna haldi fyrir umræðunni um þessi tré.“ Viðbrögðin sett í samhengi við alvarleika málsins Hún segir ekkert annað koma til greina en að trén verði söguð niður og flugbrautin opnuð. „Við höfum engan annan stað. Við getum ekki lent í Keflavík með fólk sem þarf að komast innan tímaramma.“ Þannig að þú myndir vilja sjá að þetta verði gert hraðar? „Ég myndi bara vilja sjá þessi viðbrögð sett í samhengi við alvarleika málsins.“ Félagið skori því á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni „Og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré.“ Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. 8. febrúar 2025 08:48 Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira
„Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5. maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þess að tryggja flugöryggi,“ segir Hrefna í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar spyr Hrefna hvort tré í Öskjuhlíð fái að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? „Þetta er auðvitað okkar lífsbjörg að geta lent á flugvellinum í Reykjavík, með fárveikt fólk. Við erum ekki með hátæknisjúkrahús og þurfum að treysta á Landspítalann,“ segir Hrefna, í samtali við fréttastofu, en hún er sjálf búsett á Fáskrúðsfirði. Þriggja tíma ferðalag Ferðalagið myndi taka hana um þrjá til fjóra tíma. „Ég byrja á því að fara með sjúkrabíl í Neskaupstað, sem eru kannski 40 mínútur. Þar er maður metinn af lækni. Svo er ekki alltaf fært frá flugvellinum á Norðfirði og þá þarf að keyra með sjúkrabíl frá Norðfirði í Egilsstaði. Það eru aðrar 40 til 45 mínútur, og svo áttu eftir að fljúga til Reykjavíkur.“ Auk þess þurfi þá að taka til greina að sjúkraflugvélin sé ekki staðsett á Egilsstöðum. Hver mínúta telji í þessum aðstæðum. „Ég held að þetta sé sjónarmið sem sé dálítið að týnast í þessari umræðu. Að þeir ætli að gefa sér tíma til 5. maí. Ef við gefum okkur, miðað við tölfræðina, sirka á dag upp á líf og dauða, hvað eru það þá mörg mannslíf þangað til í maí? Umræðan snýst aðallega um bráðasjúkraflug en auðvitað erum við með fullt af veiku fólki sem fer með almennu flugi til Reykjavíkur og treystir á læknisþjónustu þar líka.“ Hún bendir á það í grein sinni að samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi geti takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega séu um þúsund sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella sé um að ræða sjúklinga sem þurfi nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Það séu sjúklingar sem þurfi að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Ferðalagið getur tekið margar klukkustundir fyrir utan sjúkraflugið.Vísir/Vilhelm „Miðað við upplýsingar frá Miðstöð sjúkraflutninga og tölfræðina þeirra eru um 300 manns ári sem þurfa að komast í læknisþjónustu innan ákveðins tímaramma. Það getur verið upp á líf og dauða. Það eru 300 manns, fyrir auðvitað aðra sem eru veikir og þurfa læknisþjónustu.“ Hún segir að auk þess greinist árlega um fimmtíu einstaklingar með krabbamein sem búsettir eru á Austurlandi. Megnið af þeim sæki sína meðferð til Reykjavíkur og þurfi til þess að treysta á reglulegar flugsamgöngur. Ekki boðlegt ástand Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að bregðast við strax. „Auðvitað þurfum við að láta í okkur heyra því þetta er ekki boðlegt, að það séu einhver tré sem séu að storka örlögum hér upp á líf og dauða. Það er ekki eins og það þurfi að fjarlægja einhverjar byggingar. Við erum að tala um að það þurfi að saga niður tré.“ Fólk þurfi að horfa á málið frá þeirra sjónarhorni. „Ég held að fólk hafi kannski ekki sett þetta í samhengi. Auðvitað hafa ýmsir látið í sér heyra. Það er búið að boða fund hjá velferðarnefnd alþingis og sjúkraflutninga og flugmenn á sjúkravélum hafa sent frá sér áskoranir og tilkynningar en einhvern veginn hefur það látið í minna haldi fyrir umræðunni um þessi tré.“ Viðbrögðin sett í samhengi við alvarleika málsins Hún segir ekkert annað koma til greina en að trén verði söguð niður og flugbrautin opnuð. „Við höfum engan annan stað. Við getum ekki lent í Keflavík með fólk sem þarf að komast innan tímaramma.“ Þannig að þú myndir vilja sjá að þetta verði gert hraðar? „Ég myndi bara vilja sjá þessi viðbrögð sett í samhengi við alvarleika málsins.“ Félagið skori því á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni „Og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré.“
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. 8. febrúar 2025 08:48 Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira
Misbýður orðbragð um flugvöllinn Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. 8. febrúar 2025 08:48
Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48