Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley

Valur Páll Eiríksson skrifar
Virgil van Dijk negldi síðasta naglann í kistu Tottenham í gærkvöld.
Virgil van Dijk negldi síðasta naglann í kistu Tottenham í gærkvöld. Carl Recine/Getty Images

Liverpool vann öruggan 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum á Anfield í gærkvöld. Liverpool vann einvígið samanlagt 4-1.

Liverpool þurfti að vinna upp 1-0 forystu Tottenham frá fyrri leiknum í Lundúnum en gestirnir voru aldrei líklegir til afreka á Anfield í gær. Frá upphafi var spurningin hreinlega hversu stór sigur Púllara yrði.

Cody Gakpo skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Mohamed Salah tvöfaldaði forskot Liverpool af vítapunktinum snemma í síðari hálfleik. Dominik Szoboszlai og Virgil van Dijk gerðu þá út um leikinn með sitthvoru markinu á fimm mínútna kafla undir lokin.

Klippa: Mörkin sem skutu Liverpool á Wembley

Liverpool vann einvígið 4-1 og fer í úrslit deildabikarsins á Wembley annað árið í röð. Liðið á titil að verja en Virgil van Dijk tryggði liðinu 1-0 sigur á Chelsea eftir framlengdan leik í fyrra.

Newcastle bíður á Wembley en þeir svarthvítu unnu Arsenal 4-0 samanlagt í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Úrslitin fara fram sunnudaginn 16. mars.

Mörk Púllara frá því í gær má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×