Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 15:15 Frá þingfestingu málsins í Héraðdómi Reykjavíkur. Vísir Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57