Lífið

Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorra­blóti Álfta­ness

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jónatan Smári Svavarsson, Líney Tryggvadóttir, Björn Skúlason, eiginmaður forseta,  Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Sigríður Sif Sævarsdóttir og Telma Þöll Victorsdóttir.
Jónatan Smári Svavarsson, Líney Tryggvadóttir, Björn Skúlason, eiginmaður forseta,  Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Sigríður Sif Sævarsdóttir og Telma Þöll Victorsdóttir.

Þorrablótið á Álftanesi var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld. Blótið er haldið árlega af Kvenfélagi Álftaness og Lionsklúbbi Álftaness en forsetahjónin voru heiðursgestir á kvöldinu.

Formaður kvenfélagsins er Sigríður Sif Sævarsdóttir. Hún, ásamt varaformanni Lionsmanna, Jónatan Smára Svavarssyni, tók á móti forsetahjónunum þeim Höllu Tómasdóttur og Birni Skúlasyni. 

Blótið á sér langa sögu en kvenfélagskonur á Álftanesi héldu fyrsta blótið árið 1947. Hefur það verið haldið árlega síðan, ef frá eru talin þau ár sem Covid og samkomubann settu mark sitt á.

Vísir fékk sendar myndir úr myndakassa kvöldsins. Þar má sjá að gríðarleg stemning var á kvöldinu og gleðin allsráðandi.

Rokkarinn Óskar Logi Ágústsson mætti með sínu fólki.

Tilefni til að skælbrosa!

Einn, tveir og brosa!

Flottustu gleraugun á blótinu.

Hildur, Henry Birgir, Daníel, María, Trausti og Kristín Erla voru í banastuði.

Líklega þorrablótsmetið í að koma flestum fyrir á mynd.

Alvöru stútur!

Gleði, gleði, gleði!

Óþægilegt að þurfa að hnerra í miðri myndatöku.

Keppni um það hver brosir breiðast!

Sumir fæðast með fyrirsætugenið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.