Innlent

Ráðin til Sam­fylkingarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásta Guðrún Helgadóttir er kominn til starfa hjá þingflokki Samfylkingarinnar.
Ásta Guðrún Helgadóttir er kominn til starfa hjá þingflokki Samfylkingarinnar. vísir/anton brink

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Ásta Guðrún, sem verður 35 ára á morgun, er með meistaragráðu í félagsfræði internetsins frá Oxford, BA-próf í sagnfræði og hefur einnig setið lært heimspeki og farsí á sínum tíma. Hún var kjörin þingmaður Pírata í Reykjavík í kosningunum 2015 og var um tíma formaður þingflokksins.

Ásta Guðrún bauð sig óvænt fram gegn sitjandi formanni fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík árið 2021 og beið lægri hlut með einu atkvæði gegn Herði Oddfríðarsyni. Ásta talaði mjög fyrir prófkjörsleið hjá flokknum á meðan sitjandi formaður mælti með uppstillingarleið.

Ásta varð formaður fulltrúaráðsins innan við ári síðar þegar Hörður hætti óvænt formennsku eftir ásakanir þingmanns Vinstri grænna á hendur honum. Björk Eva Erlendsdóttir tók svo við formennsku á aðalfundi síðar um árið.

Ásta er í sambúð með Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni upplýsingafulltrúa hjá Seðlabankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×