Handbolti

Her­þotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona var útsýnið hjá króatíska landsliðinu er það flaug yfir Zagreb.
Svona var útsýnið hjá króatíska landsliðinu er það flaug yfir Zagreb.

Óhætt er að segja að Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu hafi fengið höfðinglegar móttökur í Zagreb í dag.

Króatíska þjóðin er afar stolt af árangri liðsins á HM og hefur verið handboltaæði þar í landi síðustu vikur. Það æði náði hámarki er úrslitaleikur mótsins fór fram þar sem Króatar töpuðu fyrir Dönum.

Engu að síður er árangurinn framar væntingum enda var liðið afar laskað á mótinu. Liðið efldist þó við mótlætið og kom flestum á óvart.

Herþotur fylgdu króatíska liðinu síðasta spölinn til Zagreb þar sem liðið lenti á Tuðman-flugvellinum um miðjan dag.

Þar beið lögreglufylgd niður í miðbæ Zagreb þar sem þúsundir stuðningsmanna biðu eftir því að hylla hetjurnar sínar.

Gott silfur er oft sannarlega gulli betra og hátíðarhöldin munu örugglega standa fram á nótt í Zagreb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×