Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2025 19:32 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra biðst afsökunar á símtali við skólameistara og heitir því að gæta stöðu sinnar betur í framtíðinni. Vísir/Sigurjón Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28