„Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2025 10:17 Sjálfstæðismenn hafa aðsetur í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Hanna Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga til þess að fá fjárstyrk frá ríkinu þrátt fyrir að hann hafi ekki verið skráður sem stjórnmálasamtök þegar styrkur var greiddur út árið 2022. Flokkurinn þáði þá 167 milljónir króna úr ríkissjóði. Komið hefur í ljós að nokkrir stjórnmálaflokkar þáðu samtals hundruð milljónir króna í ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir væru ekki skráðir sem stjórnmálasamtök undanfarin ár. Skráning sem stjórnmálasamtök var gerð að skilyrði slíkra greiðslna með breytingum á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka sem tóku gildi í júní 2021. Einn þessara flokka er Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði hátt í 170 milljónir króna fyrir árið 2022 þrátt fyrir að hann væri enn skráður sem félagasamtök þegar styrkurinn var greiddur út í janúar 2022. Skráningunni var ekki breytt fyrr en í apríl það ár. Í yfirlýsingu sem Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi fjölmiðlum í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær, kemur fram að flokkurinn líti svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hélt því ennfremur fram í aðsendri grein á Vísi í morgun að flokkarnir hafi aðeins þurft að laga skráningu sína á fjárlagaárinu 2022, ekki áður en styrkirnir voru greiddir út. Enginn dagsettur frestur um uppfyllingu skilyrðanna væri í lögunum. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Greiðsla styrkjanna fyrir árið 2022 fór fram 25. janúar. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Mikið verk að gera ráð fyrir á annað hundrað flokkseiningum Í framhaldinu hafi flokkurinn hafist handa við að uppfylla kröfur vegna skráningarinnar sem stjórnmálasamtök. Í því fólst meðal annars að taka saman yfirlit yfir allar einingar sem störfuðu innan flokksins og að skilgreina hvert hlutverk þeirra væri. Þetta segir flokkurinn hafa verið töluvert umfangsmikið þar sem flokkseiningarnar séu vel á annan hundrað talsins. Auk þess hafi verið unnið að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins vegna nýrra krafna í lögum. Skráningunni hafi svo verið skilað til skattsins 8. apríl, um tveimur og hálfum mánuðum eftir að styrkurinn fyrir árið 2022 var greiddur út. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt þau skilyrði með vísan til þess sem að framan greinir og innan þeirra tímamarka sem leiða má af lögum. Var þeirri skráningu skilað til Skattsins með þeim hætti sem að framan greinir án þess að við það væru gerðar athugasemdir af hans hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir loforð um að samþykktum flokksins yrði breytt til þess að samræmast lögum í apríl 2022. Skipulagsreglur flokksins samræmdust ekki lögum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn breytti skráningu sinn í apríl 2022 fylgdi tilkynningunni yfirlýsing sem Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, skrifaði undir. Þar kom fram að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins uppfylltu ekki öll skilyrði laganna um stjórnmálasamtök eftir að þeim var breytt árið 2021. Aðeins landsfundur flokksins gæti breytt skipulagsreglunum. Lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að nokkrum atriðum yrði bætt inn í reglurnar á næsta landsfundi svo að samþykktir hans uppfylltu lagaskilyrðin. Landsfundurinn fór fram í nóvember það ár. Á meðal þess sem bæta þurfti inn í samþykktir Sjálfstæðisflokksins voru hverjir rituðu firma flokksins, kjörtímabil endurskoðenda, reglur um slit samtakanna og hvernig fara ætti með eignir þeirra yrði þeim slitið eða þau lögð niður. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Komið hefur í ljós að nokkrir stjórnmálaflokkar þáðu samtals hundruð milljónir króna í ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir væru ekki skráðir sem stjórnmálasamtök undanfarin ár. Skráning sem stjórnmálasamtök var gerð að skilyrði slíkra greiðslna með breytingum á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka sem tóku gildi í júní 2021. Einn þessara flokka er Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði hátt í 170 milljónir króna fyrir árið 2022 þrátt fyrir að hann væri enn skráður sem félagasamtök þegar styrkurinn var greiddur út í janúar 2022. Skráningunni var ekki breytt fyrr en í apríl það ár. Í yfirlýsingu sem Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi fjölmiðlum í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær, kemur fram að flokkurinn líti svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hélt því ennfremur fram í aðsendri grein á Vísi í morgun að flokkarnir hafi aðeins þurft að laga skráningu sína á fjárlagaárinu 2022, ekki áður en styrkirnir voru greiddir út. Enginn dagsettur frestur um uppfyllingu skilyrðanna væri í lögunum. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Greiðsla styrkjanna fyrir árið 2022 fór fram 25. janúar. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Mikið verk að gera ráð fyrir á annað hundrað flokkseiningum Í framhaldinu hafi flokkurinn hafist handa við að uppfylla kröfur vegna skráningarinnar sem stjórnmálasamtök. Í því fólst meðal annars að taka saman yfirlit yfir allar einingar sem störfuðu innan flokksins og að skilgreina hvert hlutverk þeirra væri. Þetta segir flokkurinn hafa verið töluvert umfangsmikið þar sem flokkseiningarnar séu vel á annan hundrað talsins. Auk þess hafi verið unnið að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins vegna nýrra krafna í lögum. Skráningunni hafi svo verið skilað til skattsins 8. apríl, um tveimur og hálfum mánuðum eftir að styrkurinn fyrir árið 2022 var greiddur út. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt þau skilyrði með vísan til þess sem að framan greinir og innan þeirra tímamarka sem leiða má af lögum. Var þeirri skráningu skilað til Skattsins með þeim hætti sem að framan greinir án þess að við það væru gerðar athugasemdir af hans hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir loforð um að samþykktum flokksins yrði breytt til þess að samræmast lögum í apríl 2022. Skipulagsreglur flokksins samræmdust ekki lögum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn breytti skráningu sinn í apríl 2022 fylgdi tilkynningunni yfirlýsing sem Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, skrifaði undir. Þar kom fram að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins uppfylltu ekki öll skilyrði laganna um stjórnmálasamtök eftir að þeim var breytt árið 2021. Aðeins landsfundur flokksins gæti breytt skipulagsreglunum. Lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að nokkrum atriðum yrði bætt inn í reglurnar á næsta landsfundi svo að samþykktir hans uppfylltu lagaskilyrðin. Landsfundurinn fór fram í nóvember það ár. Á meðal þess sem bæta þurfti inn í samþykktir Sjálfstæðisflokksins voru hverjir rituðu firma flokksins, kjörtímabil endurskoðenda, reglur um slit samtakanna og hvernig fara ætti með eignir þeirra yrði þeim slitið eða þau lögð niður.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira