Enski boltinn

Marka­skorarinn Martínez: Ég var heppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lisandro Martínez kallar ekki allt ömmu sína.
Lisandro Martínez kallar ekki allt ömmu sína. Shaun Brooks/Getty Images

„Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Ég er ánægður með hvernig við unnum leikinn. Það skiptir engu máli hver skorar, það mikilvægasta er að fá þrjú stig,“ sagði Martínez en markið kom eftir langskot sem fór af leikmanni Fulham.

Hinn ungi Toby Collyer kom inn af bekknum hjá Rauðu djöflunum og bjargaði á línu eftir að Martínez hafði komið liðinu yfir.

„Ég er svo glaður fyrir hönd þessa gaurs. Þessi leikmaður er frábært fordæmi fyrir yngri kynslóðina. Hann leggur hart að sér alla daga og er mjög auðmjúkur.“

„Þetta skiptir miklu máli. Ekki aðeins fyrir stuðningsfólkið heldur líka fyrir okkur því við höfum þurft að þjást mikið.“

„Þetta var erfiður sigur, það er mikil pressa á félaginu og það er erfitt en við erum hér. Við vitum hversu erfitt það er. Við verðum að vinna leiki eins og þessa og vera auðmjúkir eftir sigurinn,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×