Ari nýr tæknistjóri Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 14:01 Ari Guðfinnsson er nýr tæknistjóri hjá Tern Systems. Tern systems Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems hefur gengið frá ráðningu Ara Guðfinnssonar í starf tæknistjóra til að leiða nýtt tæknisvið innan fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að markmiðið með stöðu tæknistjóra og tæknisviðs sé að skerpa á tæknistefnu, auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun og að hámarka gæði og áreiðanleika kerfa sem Tern Systems afhendir til sinna viðskiptavina. Þakklátur fyrir traustið Með því að sameina teymin sem vinna að viðhaldi og þróun tækniinnviða gefist tækifæri til að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir þróun á hugbúnaðarkerfum fyrir iðnað, sem lúti ströngum gæðakröfum frá opinberum eftirlitsstofnunum. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu og spenntur að takast á við nýjar tæknilegar áskoranir í þróun kerfa fyrir stjórnun flugumferðar. Við lifum á tímum mikilla breytinga og í þeim felast afar spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Tern Systems,“ er haft eftir Ara. Hefur unnið lengi hjá félaginu Ari hafi unnið hjá Tern Systems í rúm þrettán ár og gegnt ýmsum tæknilegum störfum sem tengjast þróun lausna fyrir flugumferðarstjórn og þekki því starfsemi fyrirtækisins betur en flestir. Ari hafi numið tölvunarfræði og vitsmunavísindi við háskólann í Skövde og hafið starfsferilinn í hugbúnaðarþróun þar sem hann hafi unnið við þróun á radar- og fluggagnakerfum. Á síðustu árum hafi Ari starfað sem tæknilegur vörustjóri og í því hlutverki hafi hann haft yfirumsjón með vöruarkitektúr og tæknilegri stefnu innan Tern Systems. „Ég hef fylgst með störfum Ara lengi og fagna því mjög að fá hann í þetta nýja hlutverk hjá Tern Systems. Ari býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á okkar starfsemi og þeim vörum sem Tern hefur þróað. Þessi ráðning undirstrikar metnað okkar til þess að uppfylla þær ströngu kröfur um gæði og öryggi sem krafist er i flugiðnaðinum,“ er haft eftir Magnúsi Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Tern Systems. Tern Systems hafi í um þrjátíu ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems séu nú í notkun víða í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggi á löngu samstarfi við Isavia ANS, sem sjái um stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið en svæðið sé eitt það víðfeðmasta og umferðamesta í heiminum í dag. Hjá Tern Systems starfi yfir áttatíu manns en fyrirtækið sé með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi Vistaskipti Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að markmiðið með stöðu tæknistjóra og tæknisviðs sé að skerpa á tæknistefnu, auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun og að hámarka gæði og áreiðanleika kerfa sem Tern Systems afhendir til sinna viðskiptavina. Þakklátur fyrir traustið Með því að sameina teymin sem vinna að viðhaldi og þróun tækniinnviða gefist tækifæri til að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir þróun á hugbúnaðarkerfum fyrir iðnað, sem lúti ströngum gæðakröfum frá opinberum eftirlitsstofnunum. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu og spenntur að takast á við nýjar tæknilegar áskoranir í þróun kerfa fyrir stjórnun flugumferðar. Við lifum á tímum mikilla breytinga og í þeim felast afar spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Tern Systems,“ er haft eftir Ara. Hefur unnið lengi hjá félaginu Ari hafi unnið hjá Tern Systems í rúm þrettán ár og gegnt ýmsum tæknilegum störfum sem tengjast þróun lausna fyrir flugumferðarstjórn og þekki því starfsemi fyrirtækisins betur en flestir. Ari hafi numið tölvunarfræði og vitsmunavísindi við háskólann í Skövde og hafið starfsferilinn í hugbúnaðarþróun þar sem hann hafi unnið við þróun á radar- og fluggagnakerfum. Á síðustu árum hafi Ari starfað sem tæknilegur vörustjóri og í því hlutverki hafi hann haft yfirumsjón með vöruarkitektúr og tæknilegri stefnu innan Tern Systems. „Ég hef fylgst með störfum Ara lengi og fagna því mjög að fá hann í þetta nýja hlutverk hjá Tern Systems. Ari býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á okkar starfsemi og þeim vörum sem Tern hefur þróað. Þessi ráðning undirstrikar metnað okkar til þess að uppfylla þær ströngu kröfur um gæði og öryggi sem krafist er i flugiðnaðinum,“ er haft eftir Magnúsi Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Tern Systems. Tern Systems hafi í um þrjátíu ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems séu nú í notkun víða í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggi á löngu samstarfi við Isavia ANS, sem sjái um stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið en svæðið sé eitt það víðfeðmasta og umferðamesta í heiminum í dag. Hjá Tern Systems starfi yfir áttatíu manns en fyrirtækið sé með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi
Vistaskipti Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf