„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 21:33 Ný Ríkisstjórn kynnir og skrifar undir nýjan stjórnarsáttmála í Hafnarborg, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. Með þessu vísar hún væntanlega til Morgunblaðsins sem greindi frá því á dögunum að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í fjárstyrk til stjórnmálaflokka þrátt fyrir að vera skráður sem félagasamtök í fyrirtækjaskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Ingu einnig væna pillu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. „Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt,“ skrifar Diljá meðal annars. Inga Sæland birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem hún segist vilja senda þeim hjartans þakkir sem staðið hafa vaktina með sér þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega. „Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram. Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna,“ segir Inga. „Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði,“ segir hún. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Með þessu vísar hún væntanlega til Morgunblaðsins sem greindi frá því á dögunum að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í fjárstyrk til stjórnmálaflokka þrátt fyrir að vera skráður sem félagasamtök í fyrirtækjaskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Ingu einnig væna pillu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. „Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt,“ skrifar Diljá meðal annars. Inga Sæland birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem hún segist vilja senda þeim hjartans þakkir sem staðið hafa vaktina með sér þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega. „Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram. Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna,“ segir Inga. „Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði,“ segir hún.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira