Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íþróttadeild Vísis skrifar 22. janúar 2025 22:03 Aron Pálmarsson átti stórleik gegn Egyptum og skoraði átta mörk. vísir/vilhelm Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. Ísland var allan tímann með frumkvæðið í leiknum og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 9-13. Viktor Gísli Hallgrímsson fór hamförum í markinu og vörnin var gríðarlega öflug eins og gegn Slóveníu. Íslenska liðið gaf ekkert eftir í seinni hálfleik og hélt því egypska í 3-5 marka fjarlægð. Viggó Kristjánsson og Aron Pálmarsson spiluðu eins og englar í sókninni sem Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði af mikilli festu. Vörnin var svo framúrskarandi með Elvar Örn Jónsson og Ými Örn Gíslason fremsta í flokki. Ísland var með góða stjórn á leiknum allan tímann og leikmennirnir framkvæmdu góðri leikáætlun Snorra Steins Guðjónssonar fullkomlega. Þegar yfir lauk munaði þremur mörkum á liðunum, 24-27. Íslendingar eru á toppi milliriðils 4 með sex stig. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á föstudagskvöldið en með sigri þar tryggir íslenska liðið sér sæti í átta liða úrslitum HM. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Egyptalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (18/1 varin skot - 55:58 mín.) Hélt uppteknum hætti frá því í síðasta leik. Varði eins og óður maður í fyrri hálfleik, alls tíu skot (53 . Datt aðeins niður í seinni hálfleik en reis upp undir lokin og varði mikilvæga bolta. Viktor varði alls átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Búinn að vera besti markvörður mótsins. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (3 mörk - 59:11 mín.) Sýndi fádæma öryggi í færunum sínum í fyrri hálfleik og skoraði þá mörkin sín þrjú. Fékk ekki úr neinu að moða í seinni hálfleik en var virkilega flottur í vörninni allan tímann. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 6 (0 mörk - 41:36 mín.) Skotin gengu ekki hjá Elvari í kvöld en vörnin hjá honum, herregud! Var úti um allt, ágengur og baráttuglaður en um leið skynsamur. Braut niður ófáar sóknir Egypta og nær frábærlega saman með Ými í miðri vörninni. Var með flestar löglegar stöðvanir í íslenska liðinu, eða átta. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 26:14 mín.) Gaf tóninn líkt og gegn Slóveníu. Skoraði fyrstu tvö mörk Íslands og var framúrskarandi góður í vörninni allan tímann. Stal boltanum í tvígang. Gaf líka þrjár stoðsendingar og var yfirvegaður og öruggur í sínum aðgerðum. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 6 (9/4 mörk - 51:31 mín.) Hneigðu þig drengur! Besti landsleikur Viggós ásamt leiknum fræga gegn Frökkum á EM 2022. Skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Nýtti fyrstu fjögur vítin sín og hafði þá skorað úr öllum ellefu vítunum sínum á HM. Ógnandi og útsjónarsamur og enn og aftur frábær í vörninni. Forráðamenn Erlangen hljóta að vera í sjöundi himni að vera búnir að tryggja sér þjónustu Viggós. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (1 mörk - 57:06 mín.) Byrjaði inn á og spilaði allan leikinn. Klikkaði á fyrstu tveimur færunum sínum en nýtti það síðasta. Var hluti af sterkri íslenskri vörn. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 5 (1 mörk - 34:47 mín.) Lét til sín taka á báðum endum vallarins. Algjörlega magnaður í vörninni, grimmur og fastur fyrir og gríðarlega hreyfanlegur. Hefur spilað eins og algjör jarl í vörninni á þessu móti. Skoraði líka eitt mark og fiskaði tvö vítaköst. Topp frammistaða hjá Ými. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (0 varin skot - 00:10 mín.) Kom inn á til að reyna að verja eitt vítakast. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 26:47 mín.) Besti leikur Gísla á mótinu og einn hans besti landsleikur frá upphafi. Sótti linnulaust á egypsku vörnina og setti endalausa pressu á hana. Gekk betur að losa boltann en oft áður, skoraði tvö mörk með gegnumbrotum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Þetta var Gísli eins og hann gerist bestur. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 6 (8 mörk - 37:33 mín.) Hvar á að byrja? Besti landsleikur Arons síðan hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar í sigrinum frækna á Dönum á EM 2020. Skoraði átta mörk úr tíu skotum og var grjótharður í vörninni. Alvöru fyrirliðaframmistaða hjá Aroni sem virðist njóta þess í botn að leiða íslenska liðið áfram og til góðra verka. Virkar léttur á fæti og með allt sitt á kristaltæru. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 28:09 mín.) Eyjamaðurinn lét ekki sitt eftir liggja í leiknum. Spilaði af fullum krafti í vörninni og stóð hana með mikilli prýði. Skoraði líka eitt mark. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - (0 mörk - 00:51 mín.) Kom inn á í smá stund í fyrri hálfleik og tók eitt skot sem geigaði. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 00:07 mín.) Kom inn á í lokasókn Íslands. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - (spilaði ekkert) Bjarki Már Elísson, vinstra horn - (spilaði ekkert) Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - (spilaði ekkert) Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 6 Verið með allt á hreinu á HM og virðist hafa lært talsvert af síðasta móti. Leikáætlunin gekk fullkomlega upp í kvöld. Ágeng vörnin kom Egyptum í mikil vandræði og síðan verður allt auðveldara með markvörð í stuði. Íslenska liðið var líka gríðarlega snöggt til baka eins og í síðasta leik og Egyptaland skoraði aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í kvöld. Sóknin var svo talsvert betri en í leiknum gegn Slóveníu og Gísli nýttist íslenska liðinu betur en þá. Snorri var klókur í að finna stundir til að hvíla Viggó og negldi allar ákvarðanir í þessum leik. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu. 22. janúar 2025 21:50 „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. 22. janúar 2025 21:59 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:48 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM. Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr riðlakeppninni en Ísland er nú efst í milliriðlinum með sex stig. 22. janúar 2025 20:56 Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Ísland var allan tímann með frumkvæðið í leiknum og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 9-13. Viktor Gísli Hallgrímsson fór hamförum í markinu og vörnin var gríðarlega öflug eins og gegn Slóveníu. Íslenska liðið gaf ekkert eftir í seinni hálfleik og hélt því egypska í 3-5 marka fjarlægð. Viggó Kristjánsson og Aron Pálmarsson spiluðu eins og englar í sókninni sem Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði af mikilli festu. Vörnin var svo framúrskarandi með Elvar Örn Jónsson og Ými Örn Gíslason fremsta í flokki. Ísland var með góða stjórn á leiknum allan tímann og leikmennirnir framkvæmdu góðri leikáætlun Snorra Steins Guðjónssonar fullkomlega. Þegar yfir lauk munaði þremur mörkum á liðunum, 24-27. Íslendingar eru á toppi milliriðils 4 með sex stig. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á föstudagskvöldið en með sigri þar tryggir íslenska liðið sér sæti í átta liða úrslitum HM. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Egyptalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (18/1 varin skot - 55:58 mín.) Hélt uppteknum hætti frá því í síðasta leik. Varði eins og óður maður í fyrri hálfleik, alls tíu skot (53 . Datt aðeins niður í seinni hálfleik en reis upp undir lokin og varði mikilvæga bolta. Viktor varði alls átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Búinn að vera besti markvörður mótsins. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (3 mörk - 59:11 mín.) Sýndi fádæma öryggi í færunum sínum í fyrri hálfleik og skoraði þá mörkin sín þrjú. Fékk ekki úr neinu að moða í seinni hálfleik en var virkilega flottur í vörninni allan tímann. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 6 (0 mörk - 41:36 mín.) Skotin gengu ekki hjá Elvari í kvöld en vörnin hjá honum, herregud! Var úti um allt, ágengur og baráttuglaður en um leið skynsamur. Braut niður ófáar sóknir Egypta og nær frábærlega saman með Ými í miðri vörninni. Var með flestar löglegar stöðvanir í íslenska liðinu, eða átta. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 26:14 mín.) Gaf tóninn líkt og gegn Slóveníu. Skoraði fyrstu tvö mörk Íslands og var framúrskarandi góður í vörninni allan tímann. Stal boltanum í tvígang. Gaf líka þrjár stoðsendingar og var yfirvegaður og öruggur í sínum aðgerðum. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 6 (9/4 mörk - 51:31 mín.) Hneigðu þig drengur! Besti landsleikur Viggós ásamt leiknum fræga gegn Frökkum á EM 2022. Skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Nýtti fyrstu fjögur vítin sín og hafði þá skorað úr öllum ellefu vítunum sínum á HM. Ógnandi og útsjónarsamur og enn og aftur frábær í vörninni. Forráðamenn Erlangen hljóta að vera í sjöundi himni að vera búnir að tryggja sér þjónustu Viggós. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (1 mörk - 57:06 mín.) Byrjaði inn á og spilaði allan leikinn. Klikkaði á fyrstu tveimur færunum sínum en nýtti það síðasta. Var hluti af sterkri íslenskri vörn. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 5 (1 mörk - 34:47 mín.) Lét til sín taka á báðum endum vallarins. Algjörlega magnaður í vörninni, grimmur og fastur fyrir og gríðarlega hreyfanlegur. Hefur spilað eins og algjör jarl í vörninni á þessu móti. Skoraði líka eitt mark og fiskaði tvö vítaköst. Topp frammistaða hjá Ými. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (0 varin skot - 00:10 mín.) Kom inn á til að reyna að verja eitt vítakast. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 26:47 mín.) Besti leikur Gísla á mótinu og einn hans besti landsleikur frá upphafi. Sótti linnulaust á egypsku vörnina og setti endalausa pressu á hana. Gekk betur að losa boltann en oft áður, skoraði tvö mörk með gegnumbrotum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Þetta var Gísli eins og hann gerist bestur. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 6 (8 mörk - 37:33 mín.) Hvar á að byrja? Besti landsleikur Arons síðan hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar í sigrinum frækna á Dönum á EM 2020. Skoraði átta mörk úr tíu skotum og var grjótharður í vörninni. Alvöru fyrirliðaframmistaða hjá Aroni sem virðist njóta þess í botn að leiða íslenska liðið áfram og til góðra verka. Virkar léttur á fæti og með allt sitt á kristaltæru. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 28:09 mín.) Eyjamaðurinn lét ekki sitt eftir liggja í leiknum. Spilaði af fullum krafti í vörninni og stóð hana með mikilli prýði. Skoraði líka eitt mark. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - (0 mörk - 00:51 mín.) Kom inn á í smá stund í fyrri hálfleik og tók eitt skot sem geigaði. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 00:07 mín.) Kom inn á í lokasókn Íslands. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - (spilaði ekkert) Bjarki Már Elísson, vinstra horn - (spilaði ekkert) Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - (spilaði ekkert) Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 6 Verið með allt á hreinu á HM og virðist hafa lært talsvert af síðasta móti. Leikáætlunin gekk fullkomlega upp í kvöld. Ágeng vörnin kom Egyptum í mikil vandræði og síðan verður allt auðveldara með markvörð í stuði. Íslenska liðið var líka gríðarlega snöggt til baka eins og í síðasta leik og Egyptaland skoraði aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í kvöld. Sóknin var svo talsvert betri en í leiknum gegn Slóveníu og Gísli nýttist íslenska liðinu betur en þá. Snorri var klókur í að finna stundir til að hvíla Viggó og negldi allar ákvarðanir í þessum leik. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu. 22. janúar 2025 21:50 „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. 22. janúar 2025 21:59 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:48 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM. Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr riðlakeppninni en Ísland er nú efst í milliriðlinum með sex stig. 22. janúar 2025 20:56 Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu. 22. janúar 2025 21:50
„Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. 22. janúar 2025 21:59
„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39
„Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:48
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM. Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr riðlakeppninni en Ísland er nú efst í milliriðlinum með sex stig. 22. janúar 2025 20:56
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti