Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 16:19 Pete Hegseth, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. Demókratar hafa þegar mótmælt tilnefningu Hegseth vegna ásakana um kynferðisbrots og drykkju hans. Þeir hafa einnig sagt að Hegseth búi ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra varnarmálaráðuneytinu. Hegseth er nú starfandi varnarmálaráðherra. Ekki liggur fyrir hvenær tilnefning hans verður tekin fyrir en líklegt er að hún verði samþykkt af Repúblikönum, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox og verið einn af stjórnendum þáttarins Fox and Friends um helgar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Vika er síðan tilnefning hans var tekin fyrir í varnarmálanefnd öldungadeildarinnar en þá var hann meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Sjónvarpsmaðurinn hefur áður sagt að hann sé verulega mótfallinn því sem hann og aðrir kalla „woke“ verkefni innan hersins, þar sem ýtt er undir jafnrétti og jafna þátttöku, og að reka eigi alla herforingja sem komið hafa að slíkum verkefnum. Hann hefur einnig gefið til kynna að hann sé mótfallinn því að konur fái að taka þátt í bardögum. Meðal annars hefur Hegseth sagt að fjölbreytileiki í hernum sé styrkleiki, í því samhengi að hvítir menn og menn úr minnihlutahópum geti staðið sig svipað vel í átökum, þá eigi það sama ekki við konur. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Fyrsta uppsögnin innan varnarmálaráðuneytisins var opinberuð í dag en aðmírállinn Linda Fagan hefur verið rekin sem yfirmaður Strandgæslu Bandaríkjanna. Hún var fyrsta konan sem tók við stjórn einnar af greinum herafla Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðsla möguleg um helgina Enn sem komið er hefur eingöngu Marco Rubio hlotið náð þingmanna öldungadeildarinnar í háttsett embætti en hann mun stýra utanríkisráðuneytinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins vonast til þess að John Ratcliffe nái í gegnum þingið seinna í dag en hann á að taka við stjórn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Blaðamenn Punchbowl News segja að til standi að reyna að koma Hegseth eða Kristy Noem, sem tilnefnd er til embættis heimavarnarráðherra, í kjölfar Ratcliffe. Ólíklegt er að tilnefning Noem muni mæta mikilli andspyrnu meðal Demókrata en það sama má ekki segja um tilnefningu Hegseth. Séu Repúblikanar sammála um að samþykkja tilnefningu hans er þó lítið annað sem Demókratar geta gert en að nýta allan sinn tíma til að spyrja hann spurninga á þingfundi og reisa alla þá tálma sem þeir geta í leiðinni. Þeir eru þó allir tímabundnir en John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að keyrt verði í gegnum þessa tálma. Atkvæðagreiðslan um tilnefningu hans gæti þá mögulega átt sér stað um helgina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Demókratar hafa þegar mótmælt tilnefningu Hegseth vegna ásakana um kynferðisbrots og drykkju hans. Þeir hafa einnig sagt að Hegseth búi ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra varnarmálaráðuneytinu. Hegseth er nú starfandi varnarmálaráðherra. Ekki liggur fyrir hvenær tilnefning hans verður tekin fyrir en líklegt er að hún verði samþykkt af Repúblikönum, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox og verið einn af stjórnendum þáttarins Fox and Friends um helgar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Vika er síðan tilnefning hans var tekin fyrir í varnarmálanefnd öldungadeildarinnar en þá var hann meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Sjónvarpsmaðurinn hefur áður sagt að hann sé verulega mótfallinn því sem hann og aðrir kalla „woke“ verkefni innan hersins, þar sem ýtt er undir jafnrétti og jafna þátttöku, og að reka eigi alla herforingja sem komið hafa að slíkum verkefnum. Hann hefur einnig gefið til kynna að hann sé mótfallinn því að konur fái að taka þátt í bardögum. Meðal annars hefur Hegseth sagt að fjölbreytileiki í hernum sé styrkleiki, í því samhengi að hvítir menn og menn úr minnihlutahópum geti staðið sig svipað vel í átökum, þá eigi það sama ekki við konur. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Fyrsta uppsögnin innan varnarmálaráðuneytisins var opinberuð í dag en aðmírállinn Linda Fagan hefur verið rekin sem yfirmaður Strandgæslu Bandaríkjanna. Hún var fyrsta konan sem tók við stjórn einnar af greinum herafla Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðsla möguleg um helgina Enn sem komið er hefur eingöngu Marco Rubio hlotið náð þingmanna öldungadeildarinnar í háttsett embætti en hann mun stýra utanríkisráðuneytinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins vonast til þess að John Ratcliffe nái í gegnum þingið seinna í dag en hann á að taka við stjórn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Blaðamenn Punchbowl News segja að til standi að reyna að koma Hegseth eða Kristy Noem, sem tilnefnd er til embættis heimavarnarráðherra, í kjölfar Ratcliffe. Ólíklegt er að tilnefning Noem muni mæta mikilli andspyrnu meðal Demókrata en það sama má ekki segja um tilnefningu Hegseth. Séu Repúblikanar sammála um að samþykkja tilnefningu hans er þó lítið annað sem Demókratar geta gert en að nýta allan sinn tíma til að spyrja hann spurninga á þingfundi og reisa alla þá tálma sem þeir geta í leiðinni. Þeir eru þó allir tímabundnir en John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að keyrt verði í gegnum þessa tálma. Atkvæðagreiðslan um tilnefningu hans gæti þá mögulega átt sér stað um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52