Enski boltinn

Meistarar City halda á­fram að bæta við sig

Sindri Sverrisson skrifar
Vitor Reis hefur sannað sig með liði Palmeiras og gert nóg til að heilla sjálfa Englandsmeistarana.
Vitor Reis hefur sannað sig með liði Palmeiras og gert nóg til að heilla sjálfa Englandsmeistarana. Getty/Heuler Andrey

Englandsmeistarar Manchester City halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn og hafa nú fest kaup á varnarmanninum unga Vitor Reis fyrir 29,6 milljónir punda.

Reis, sem er 19 ára miðvörður, kemur til City frá Palmeiras í heimalandi sínu Brasilíu. Hann skrifaði undir samning við enska félagið sem gildir til sumarsins 2029.

Forráðamenn Palmeiras vonuðust til þess að fá að halda Reis að láni til loka leiktíðarinnar en City fékk það í gegn að hann kæmi í þessum mánuði.

City hafði áður fest kaup á varnarmanninum Abdukodir Khusanov frá Úsbekistan.

Félagið er svo að landa sóknarmanninum Omar Marmoush frá Frankfurt en samkvæmt Fabrizio Romano fer hann í læknisskoðun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×