Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2025 07:04 Þeir sem eru með BMI yfir 30 teljast vera með offitu. Getty Sérfræðingar vilja falla frá því að greina offitu með því að reikna út líkamsmassastuðul (BMI) einstaklinga, þar sem það leiði bæði til of- og vangreininga. Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira