Ótrúleg endurkoma heimamanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2025 19:02 Neituðu að gefast upp í kvöld. Clive Rose/Getty Images Phil Foden skoraði tvívegis þegar Englandsmeistarar Manchester City komust 2-0 yfir gegn Brentford á útivelli. Lærisveinar Thomas Frank hafa hins vegar haft tak á liði Pep Guardiola undanfarin ár og tókst að jafna metin áður en leik lauk, niðurstaðan 2-2 jafntefli. Man City hafði unnið þrjá leiki í röð og eftir að skora átta gegn Salford City í ensku bikarkeppninni töldu margir að lærisveinar Pep væru búnir að finna taktinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik í kvöld virtist um tíma sem bláa liðið frá Manchester væri svo sannarlega komið í gírinn. Phil Foden kom gestunum yfir á 66. mínútu eftir undirbúning Kevin de Bruyne. Foden bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Man City á 78. mínútu. Heimamenn voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát. Yoane Wissa minnkaði muninn á 82. mínútu og tíu mínútum síðar, þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, jafnaði Christian Norgaard metin. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Man City er í 6. sæti með 35 stig, fimm á eftir Arsenal sem á leik til góða í 3. sæti. Brentford er í 10. sæti með 28 stig. Enski boltinn Fótbolti
Phil Foden skoraði tvívegis þegar Englandsmeistarar Manchester City komust 2-0 yfir gegn Brentford á útivelli. Lærisveinar Thomas Frank hafa hins vegar haft tak á liði Pep Guardiola undanfarin ár og tókst að jafna metin áður en leik lauk, niðurstaðan 2-2 jafntefli. Man City hafði unnið þrjá leiki í röð og eftir að skora átta gegn Salford City í ensku bikarkeppninni töldu margir að lærisveinar Pep væru búnir að finna taktinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik í kvöld virtist um tíma sem bláa liðið frá Manchester væri svo sannarlega komið í gírinn. Phil Foden kom gestunum yfir á 66. mínútu eftir undirbúning Kevin de Bruyne. Foden bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Man City á 78. mínútu. Heimamenn voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát. Yoane Wissa minnkaði muninn á 82. mínútu og tíu mínútum síðar, þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, jafnaði Christian Norgaard metin. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Man City er í 6. sæti með 35 stig, fimm á eftir Arsenal sem á leik til góða í 3. sæti. Brentford er í 10. sæti með 28 stig.