Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 08:14 Kristersson segir Svía myndu taka þátt í auknu eftirliti með neðansjávarinnviðum. AP/Sergei Grits Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira