Innlent

Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hítará í nágrenni Grjótárvatns.
Hítará í nágrenni Grjótárvatns. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum.

Skjálftinn sem reið yfir þegar klukkan var nítján mínútur gengin í sex nú síðdegis átti upptök sín djúpt undir Grjótárvatni við Mýrar í Borgarfirði. Þar hafa skjálftar mælst í auknum mæli undanfarið.

Ljósufjallakerfið, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, hefur verið að minna á sig með jarðskjálftum síðustu vikur og mældist meðal annars skjálft upp á 3,2 að kvöldi 18. desember sem er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu. 

Veðurstofan greindi frá því í vikunni að hún hygðist auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna langvarandi skjálftavirkni á miklu dýpi.Annar sambærilegur skjálfti mældist undir Grjótárvatni áttunda janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×