Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar 8. janúar 2025 11:31 Fyrir löngu las ég frásögn af tveimur mönnum sem sátu í fangelsi. Báðir áttu það sameiginlegt að vera dæmdir í svipaðan langan tíma þarna innan veggja. Og báðir áttu það sameiginlegt að standa löngum stundum við gluggann á klefunum og horfa á veröldina fyrir utan í gegn um rimlanna. Annar þessara manna einblíndi þungur á brún á forina sem var fyrir utan og það var mikil svartsýni í svip hans. Hinn fanginn einblíndi á sólina sem var að brjótast í gegn um skýin eftir rigningarskúr næturinnar. Í svip hans mátti sjá bjartsýni og einhverja vonarglætu sem endurspeglaðist í augum hans. Einhvern veginn svona birtist mér mórallinn í samfélaginu þegar tekist er á um hvort Íslenska þjóðin eigi erindi inn í ESB eða ekki. Það er eins og hérna séu tvær þjóðir sem er alveg fyrirmunað að setja sig í spor hvor annarrar. Nú þegar ég pikka þessar hugleiðingar inn á tölvuna á þessu nýbyrjaða ári og eftir að vera búin að hlusta á stjórnmálaumræður nú um áramótin sannfærðist ég en frekar um að svo sé. Ég veit ekki hve oft ég heyrði í fólkinu sem birtist í Kryddsíldinni og jafnvel í áramótaávarpi nýja forsætisráðherra hve Ísland væri auðugt land og hér sé frábært að búa. Auðvitað get ég tekið undir að á Íslandi sé margt mjög gott og hér sé að mörgu leiti gott að vera búsettur. En er hugsanlegt að fólkið sem lét í ljós þessa skoðun sína um þjóðfélagið sé gjörsamlega statt einhversstaðar úti mýri og hafi ekki hugmynd um líf stórs hluta þjóðarinnar. Getur það verið hugsanlegt að einhverjir af þessu fólki sem talaði um sæluríkið Ísland hafi verið andvaka yfir því að geta ekki endurnýjað þvottavélina á heimilinu eða keypt ný dekk undir bílinn þegar vetur gekk í garð. Eða hefur þetta sama fólk enga hugmynd um að hérna sé fullt af fólki sem sé búið að brenna sig illilega á Íslensku krónunni og óskar einskis frekar að henni verði kastað út í hafsauga. Veit þetta fólk virkilega ekki að þúsundir fólks á Íslandi hefur farið á fund bankana til þess að fá grænt ljós fyrir lántöku sem það var svo hæft til að borga til baka. Afborganir sem síðan stökkbreyttust í einhverjar fáránlegar fjárhæðir eftir nokkra mánuði svo nákvæmlega út reiknuð greiðslugeta fór til fjandans. Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og harðsvíruð glæpasamtök sem hafa ekki snefil af samvisku hafi tekið sig saman um að moka til sín eins miklu fjármunum frá samlöndum sínum eins og hugsast getur. Og þetta hafa fjármálstofnanir getað gert með fullum stuðningi þeirra stjórnmálaflokka sem hér hafa ráðið ríkjum undanfarin ár. En auðvita, þetta er hin þjóðin sem er gjörsamlega fyrirmunað að setja sig í spor þessa hluta þjóðarinnar eða er bara alveg skítsama. En hvers vegna í fjandanum er ég að ergja mig á málflutningi þeirra sem tala um sæluríkið Ísland og hve dásamlegt það sé að búa í þessu þjóðfélagi. Við sem eigum það sameiginlegt að vera öll Íslendingar og búa í sjötta ríkasta landi í heiminum. Og því í ósköpunum við séum að kanna aðild að Evrópusambandinu fyrst við erum svona moldrík? Auðvitað finnst þeim sem eru óþreytandi við að minna okkur á ríkidæmið þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Við sem eigum það sameiginlegt að vera á launum frá Íslenskum skattborgurum og velta okkur upp úr auðævunum. Ég sem fæ borguð mín ellilaun um hver mánaðamót og þessir sem eru óþreytandi við að minna á hvað við séum rík fá sín laun eða eftirlaun frá ríkinu. Eða er það kannski þarna sem hundurinn liggur grafinn, sem sagt munurinn á þessum launagreiðslum sem gerir það að verkum að það eru tvær þjóðir á Íslandi? Önnur þjóðin fær greiðslu inn á reikninginn sinn sem er ekki undir einni milljón um hver mánaðarmót eða jafnvel tvær og hin sem fær þrjú hundruð og fimmtíu þúsund. Og auðvita er þetta fyrirkomulag skapað að mestu leiti af þeim sem þvæla um hvað Ísland sé moldríkt og allir hafi það svo glimrandi gott. Ef ég fengi yfir milljón borgað inn á reikninginn minn um hver mánaðarmót mundi það virka fyrir mig eins og að fá lottóvinning einu sinni í mánuði. Og svo er fólk furðu lostið yfir þeim úrslitum úr síðustu kosningum að vilja losa sig við þá aðila sem ráðið hafa hér ríkjum undanfarin ár og losa sig við þessa handónýtu krónu í þeirri von að eitthvað breytist. Þetta birtist einna skýrast í þættinum Kryddsíld sem sendur var út á gamlársdag þar sem sátu tveir draugfúlir karlar sem misst höfðu völdin. Annar þvældi um hve stórkostlega bæði kjörin og kaupmáttur hefði batnað hjá fólkinu í landinu og hinn tautaði um að þetta væri allt að koma. Ef að þessir tveir fílupúkar voru ekki fyrir löngu komnir fram yfir síðasta söludag þá er það enginn. Ég hóf þessar nýárshugleiðingar mínar á því að það væru tvær þjóðir í þessu sjötta ríkasta landi í heimi og að þær væru ófærar um að tala saman. Ástæðan er auðvitað sú að völdin hafa verið hjá þeim hluta þjóðfélagsins sem best hafa haft það á Íslandi og það dylst engum að fyrir þeirra hagsmunum hefur verið barist. Ég þykist líka vita að ef Íslenska þjóðin myndi taka þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evru þá yrði fótunum kippt undan þessum græðgisöflum sem hér hafa ráðið ríkjum í langan tíma. Og þetta vita þeir fullvel sem standa þeim megin í þjóðfélaginu og þess vegna berjast þeir gegn því af öllum kröftum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að öll stærstu fyrirtæki landsins nýta sér kosti evrunnar á sama tíma og þeir leggjast gegn því að almenningur fái notið hennar líka. Reyndar er ég ekki í vafa um að ástæðan er sú að þá missa græðgisöflin í þjóðfélaginu, eða það er að segja hin þjóðin, tökin á því að geta haldið áfram að græða á þeirri þjóðinni sem hefur það ekki eins gott. Nú um þessar mundir þegar ég er að skrifa þessar hugleiðingar þá skeður það að formaður stærsta og lífseigasta græðgisflokksins í Íslensku samfélagi hefur ákveðið að hætta formensku í flokknum. Auk þess hefur hann ákveðið að hætta þátttöku sinni í stjórnmálum og ástæðan er auðvitað sú að hann og hans flokkur skíttöpuðu í nýafstöðnum kosningum. Frá því að þessar fregnir bárust hafa dunið yfir frá fjölmiðlum hástemmdar lýsingar á því hvað þessi stjórnmálamaður hafi verið eldklár í Íslensku þjóðfélagi. Og það sem meira er að þessi lofsöngur virðist koma bæði frá andstæðingum hans í stjórnmálum og samherjum. Reyndar talar samflokksfólk hans meira um hvað hann hafi skilið eftir sig fullkomið þjóðfélag þar sem jöfnuður ríkir og bilið á milli stétta sé svo til ekkert á Íslandi. Hinir láta sér nægja að tala um hvað hann hafi verið eldklár pólítíkus og það sé eftirsjá að geta ekki tekist á við hann í stjórnarandstöðu. En eitt á þetta fólk þó sameiginlegt sem hefur tjáð sig um brotthvarf Bjarna Benediktssonar það tilheyrir þeirri þjóðinni sem hefur nóg til að bíta og brenna og þarf ekki að kvíða afkomu sinni. Hinir geta bara étið það sem úti frís. Höfundur er bílstjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir löngu las ég frásögn af tveimur mönnum sem sátu í fangelsi. Báðir áttu það sameiginlegt að vera dæmdir í svipaðan langan tíma þarna innan veggja. Og báðir áttu það sameiginlegt að standa löngum stundum við gluggann á klefunum og horfa á veröldina fyrir utan í gegn um rimlanna. Annar þessara manna einblíndi þungur á brún á forina sem var fyrir utan og það var mikil svartsýni í svip hans. Hinn fanginn einblíndi á sólina sem var að brjótast í gegn um skýin eftir rigningarskúr næturinnar. Í svip hans mátti sjá bjartsýni og einhverja vonarglætu sem endurspeglaðist í augum hans. Einhvern veginn svona birtist mér mórallinn í samfélaginu þegar tekist er á um hvort Íslenska þjóðin eigi erindi inn í ESB eða ekki. Það er eins og hérna séu tvær þjóðir sem er alveg fyrirmunað að setja sig í spor hvor annarrar. Nú þegar ég pikka þessar hugleiðingar inn á tölvuna á þessu nýbyrjaða ári og eftir að vera búin að hlusta á stjórnmálaumræður nú um áramótin sannfærðist ég en frekar um að svo sé. Ég veit ekki hve oft ég heyrði í fólkinu sem birtist í Kryddsíldinni og jafnvel í áramótaávarpi nýja forsætisráðherra hve Ísland væri auðugt land og hér sé frábært að búa. Auðvitað get ég tekið undir að á Íslandi sé margt mjög gott og hér sé að mörgu leiti gott að vera búsettur. En er hugsanlegt að fólkið sem lét í ljós þessa skoðun sína um þjóðfélagið sé gjörsamlega statt einhversstaðar úti mýri og hafi ekki hugmynd um líf stórs hluta þjóðarinnar. Getur það verið hugsanlegt að einhverjir af þessu fólki sem talaði um sæluríkið Ísland hafi verið andvaka yfir því að geta ekki endurnýjað þvottavélina á heimilinu eða keypt ný dekk undir bílinn þegar vetur gekk í garð. Eða hefur þetta sama fólk enga hugmynd um að hérna sé fullt af fólki sem sé búið að brenna sig illilega á Íslensku krónunni og óskar einskis frekar að henni verði kastað út í hafsauga. Veit þetta fólk virkilega ekki að þúsundir fólks á Íslandi hefur farið á fund bankana til þess að fá grænt ljós fyrir lántöku sem það var svo hæft til að borga til baka. Afborganir sem síðan stökkbreyttust í einhverjar fáránlegar fjárhæðir eftir nokkra mánuði svo nákvæmlega út reiknuð greiðslugeta fór til fjandans. Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og harðsvíruð glæpasamtök sem hafa ekki snefil af samvisku hafi tekið sig saman um að moka til sín eins miklu fjármunum frá samlöndum sínum eins og hugsast getur. Og þetta hafa fjármálstofnanir getað gert með fullum stuðningi þeirra stjórnmálaflokka sem hér hafa ráðið ríkjum undanfarin ár. En auðvita, þetta er hin þjóðin sem er gjörsamlega fyrirmunað að setja sig í spor þessa hluta þjóðarinnar eða er bara alveg skítsama. En hvers vegna í fjandanum er ég að ergja mig á málflutningi þeirra sem tala um sæluríkið Ísland og hve dásamlegt það sé að búa í þessu þjóðfélagi. Við sem eigum það sameiginlegt að vera öll Íslendingar og búa í sjötta ríkasta landi í heiminum. Og því í ósköpunum við séum að kanna aðild að Evrópusambandinu fyrst við erum svona moldrík? Auðvitað finnst þeim sem eru óþreytandi við að minna okkur á ríkidæmið þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Við sem eigum það sameiginlegt að vera á launum frá Íslenskum skattborgurum og velta okkur upp úr auðævunum. Ég sem fæ borguð mín ellilaun um hver mánaðamót og þessir sem eru óþreytandi við að minna á hvað við séum rík fá sín laun eða eftirlaun frá ríkinu. Eða er það kannski þarna sem hundurinn liggur grafinn, sem sagt munurinn á þessum launagreiðslum sem gerir það að verkum að það eru tvær þjóðir á Íslandi? Önnur þjóðin fær greiðslu inn á reikninginn sinn sem er ekki undir einni milljón um hver mánaðarmót eða jafnvel tvær og hin sem fær þrjú hundruð og fimmtíu þúsund. Og auðvita er þetta fyrirkomulag skapað að mestu leiti af þeim sem þvæla um hvað Ísland sé moldríkt og allir hafi það svo glimrandi gott. Ef ég fengi yfir milljón borgað inn á reikninginn minn um hver mánaðarmót mundi það virka fyrir mig eins og að fá lottóvinning einu sinni í mánuði. Og svo er fólk furðu lostið yfir þeim úrslitum úr síðustu kosningum að vilja losa sig við þá aðila sem ráðið hafa hér ríkjum undanfarin ár og losa sig við þessa handónýtu krónu í þeirri von að eitthvað breytist. Þetta birtist einna skýrast í þættinum Kryddsíld sem sendur var út á gamlársdag þar sem sátu tveir draugfúlir karlar sem misst höfðu völdin. Annar þvældi um hve stórkostlega bæði kjörin og kaupmáttur hefði batnað hjá fólkinu í landinu og hinn tautaði um að þetta væri allt að koma. Ef að þessir tveir fílupúkar voru ekki fyrir löngu komnir fram yfir síðasta söludag þá er það enginn. Ég hóf þessar nýárshugleiðingar mínar á því að það væru tvær þjóðir í þessu sjötta ríkasta landi í heimi og að þær væru ófærar um að tala saman. Ástæðan er auðvitað sú að völdin hafa verið hjá þeim hluta þjóðfélagsins sem best hafa haft það á Íslandi og það dylst engum að fyrir þeirra hagsmunum hefur verið barist. Ég þykist líka vita að ef Íslenska þjóðin myndi taka þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evru þá yrði fótunum kippt undan þessum græðgisöflum sem hér hafa ráðið ríkjum í langan tíma. Og þetta vita þeir fullvel sem standa þeim megin í þjóðfélaginu og þess vegna berjast þeir gegn því af öllum kröftum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að öll stærstu fyrirtæki landsins nýta sér kosti evrunnar á sama tíma og þeir leggjast gegn því að almenningur fái notið hennar líka. Reyndar er ég ekki í vafa um að ástæðan er sú að þá missa græðgisöflin í þjóðfélaginu, eða það er að segja hin þjóðin, tökin á því að geta haldið áfram að græða á þeirri þjóðinni sem hefur það ekki eins gott. Nú um þessar mundir þegar ég er að skrifa þessar hugleiðingar þá skeður það að formaður stærsta og lífseigasta græðgisflokksins í Íslensku samfélagi hefur ákveðið að hætta formensku í flokknum. Auk þess hefur hann ákveðið að hætta þátttöku sinni í stjórnmálum og ástæðan er auðvitað sú að hann og hans flokkur skíttöpuðu í nýafstöðnum kosningum. Frá því að þessar fregnir bárust hafa dunið yfir frá fjölmiðlum hástemmdar lýsingar á því hvað þessi stjórnmálamaður hafi verið eldklár í Íslensku þjóðfélagi. Og það sem meira er að þessi lofsöngur virðist koma bæði frá andstæðingum hans í stjórnmálum og samherjum. Reyndar talar samflokksfólk hans meira um hvað hann hafi skilið eftir sig fullkomið þjóðfélag þar sem jöfnuður ríkir og bilið á milli stétta sé svo til ekkert á Íslandi. Hinir láta sér nægja að tala um hvað hann hafi verið eldklár pólítíkus og það sé eftirsjá að geta ekki tekist á við hann í stjórnarandstöðu. En eitt á þetta fólk þó sameiginlegt sem hefur tjáð sig um brotthvarf Bjarna Benediktssonar það tilheyrir þeirri þjóðinni sem hefur nóg til að bíta og brenna og þarf ekki að kvíða afkomu sinni. Hinir geta bara étið það sem úti frís. Höfundur er bílstjóri á eftirlaunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun