„Það er krísa“ Árni Jóhannsson skrifar 2. janúar 2025 22:01 Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, er áhyggjufullur út af stöðu mála hjá liðinu sínu. Vísir/Hulda Margrét Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik. Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“ UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“
UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik