Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Boði Logason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 31. desember 2024 11:33 Sigfús Öfjörð ýtustjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd Varnargarðsmanna. Vísir Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Alls bárust tæplega 26 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlutu varnargarðsmennirnir sterka kosningu. Varnargarðsmennirnir, hafa staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni hafa vakið heimsathygli. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar valdi hins vegar Yazan Tamimi mann ársins og tók hann á móti viðurkenningunni í Kryddsíldinni í gær. Oftast gaman Sigfús Öfjörð ýtustjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd varnargarðsmanna, sem hann telur að séu á bilinu fimmtíu til hundrað talsins. „Þetta er búið að vera mest gaman bara. Svo er náttúrlega alvarleiki inn á milli og verst er þegar nýbúið er að gjósa og við erum að fylla upp í götin í kappi við tímann. Það er aksíon í því,“ segir Sigfús í samtali við þáttastjórnendur. Margir muna eftir Sigfúsi sem manninum sem bjargaði gröfunni sinni undan rennandi hrauni á harðahlaupum. „Við lögðum vélunum um kvöldið og svo gaus um nóttina, akkúrat á þeim stað sem við lögðum vélunum,“ segir Sigfús. Þeir hafi mætt á staðinn en þurft að bíða eftir leyfi til að fara inn á svæðið og bjarga vélunum. „Svo fáum við leyfi og þá var hraunið komið svolítið nálægt. Við vorum beðnir um að fjarlægja vélina og vera fljótir að því,“ segir Sigfús. Hann segist hafa fundið hitann frá hrauninu meðan á þessu stóð. Hvað fór í gegn um hugann þinn þarna? „Aðallega bara að detta ekki á hausinn. Og svo náttúrlega að vona að græjan væri alveg tilbúin að fara í gang,“ segir Sigfús. Hann segist hafa komið sjálfum sér á óvart í herlegheitunum. „Maður fattar hvað maður er lítill miðað við náttúruna,“ segir Sigfús aðspurður hvernig sé að vinna í námunda við náttúruhamfarir. „Það verður að vera góð skipulagning á verkþættinum. Þeir hafa verið mjög góðir í því, verkstjórar og tæknimenn, að hanna þetta.“ Hefur þetta tekið á hópinn andlega? „Nei nei. Maður hugsar náttúrlega um fólkið sem býr Grindavík. Það er agalegt fyrir það að þurfa að yfirgefa allt svæðið og vita svo ekkert meira fyrr en þetta hættir. Eða hvenær þetta hættir.“ Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson 2023 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík Fréttin verður uppfærð. Bylgjan Fréttir ársins 2024 Reykjavík síðdegis Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Áramót Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Alls bárust tæplega 26 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlutu varnargarðsmennirnir sterka kosningu. Varnargarðsmennirnir, hafa staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni hafa vakið heimsathygli. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar valdi hins vegar Yazan Tamimi mann ársins og tók hann á móti viðurkenningunni í Kryddsíldinni í gær. Oftast gaman Sigfús Öfjörð ýtustjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd varnargarðsmanna, sem hann telur að séu á bilinu fimmtíu til hundrað talsins. „Þetta er búið að vera mest gaman bara. Svo er náttúrlega alvarleiki inn á milli og verst er þegar nýbúið er að gjósa og við erum að fylla upp í götin í kappi við tímann. Það er aksíon í því,“ segir Sigfús í samtali við þáttastjórnendur. Margir muna eftir Sigfúsi sem manninum sem bjargaði gröfunni sinni undan rennandi hrauni á harðahlaupum. „Við lögðum vélunum um kvöldið og svo gaus um nóttina, akkúrat á þeim stað sem við lögðum vélunum,“ segir Sigfús. Þeir hafi mætt á staðinn en þurft að bíða eftir leyfi til að fara inn á svæðið og bjarga vélunum. „Svo fáum við leyfi og þá var hraunið komið svolítið nálægt. Við vorum beðnir um að fjarlægja vélina og vera fljótir að því,“ segir Sigfús. Hann segist hafa fundið hitann frá hrauninu meðan á þessu stóð. Hvað fór í gegn um hugann þinn þarna? „Aðallega bara að detta ekki á hausinn. Og svo náttúrlega að vona að græjan væri alveg tilbúin að fara í gang,“ segir Sigfús. Hann segist hafa komið sjálfum sér á óvart í herlegheitunum. „Maður fattar hvað maður er lítill miðað við náttúruna,“ segir Sigfús aðspurður hvernig sé að vinna í námunda við náttúruhamfarir. „Það verður að vera góð skipulagning á verkþættinum. Þeir hafa verið mjög góðir í því, verkstjórar og tæknimenn, að hanna þetta.“ Hefur þetta tekið á hópinn andlega? „Nei nei. Maður hugsar náttúrlega um fólkið sem býr Grindavík. Það er agalegt fyrir það að þurfa að yfirgefa allt svæðið og vita svo ekkert meira fyrr en þetta hættir. Eða hvenær þetta hættir.“ Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson 2023 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík Fréttin verður uppfærð.
Bylgjan Fréttir ársins 2024 Reykjavík síðdegis Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Áramót Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36
Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32