Lífið

Eftir­réttur ársins að hætti Elenoru

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elenora deilir hér ljúffengri súkkulaðimús sem er tilvalinn eftirréttir í áramótaboðið.
Elenora deilir hér ljúffengri súkkulaðimús sem er tilvalinn eftirréttir í áramótaboðið.

Sterkar djúpur súkkulaðimús með rís-botni er eftirréttur ársins 2024 að mati bakarans Elenoru Rós Georgsdóttur. Rétturinn er fullkominn í áramótapartýið og er tilvalið að bera hann fram í fallegu glasi með stjörnuljósi.

„Músin er tilvalin eftiréttur sem auðvelt er að henda í þegar nóg annað er að gera, geymist vel og rennur ljúft niður enda jafn falleg og hún er góð,“ skrifar Elenora við færsluna á Instagram-síðu sinni.

Eftirréttur ársins - sterkur Djúpur með Rís-botni

Hráefni:

1 poki Rískúlur

300 g sterkar Djúpur súkkulaði plötur

500 ml rjómi 

Til skrauts:

500 ml rjómi

Freyju súkkulaðispænir

Falleg ber

Aðferð:

Setjið Djúpur súkkulaðið í skál og brytjið það niður í smærri einingar. 

Hitið næst 250 ml af rjóma í potti yfir vægum hita og hellið yfir súkkulaðið.

Léttþeytið restina af rjómanum, 250ml, þar til hann er farin að halda sér vel en er ekki stífþeyttur.

Blandið súkkulaðiblöndunni og þeytta rjómanum varlega saman með skeið.

Myljið Rís kúlurnar og setjið í botninn á glösunum eða skálunum sem þið viljið bera fram í.

Hellið næst músinni ofan í glösin/skálarnar og kælið í að minnsta kosti fimm til sex klukkustundir, helst þó yfir nótt. 

Skreytið næst eftiréttinn og berið fram með rjóma, ís eða jafnvel ferskum berjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.