Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2024 17:38 Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Lee Jin-wook/AP Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air. Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air.
Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06