Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 11:42 Petteri Orpo er forsætisráðherra Finnlands. AP/Geert Vanden Wijngaert Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38