„Ein allra besta jólagjöfin“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í utanríkisráðuneytinu. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24