Fótbolti

Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jamal Musiala skoraði opnunarmark leiksins en Bayern hélt forystunni ekki lengi. 
Jamal Musiala skoraði opnunarmark leiksins en Bayern hélt forystunni ekki lengi.  Stuart Franklin/Getty Images

Bayern München lagði RB Leipzig örugglega, 5-1 á heimavelli í fimmtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Tvö mörk voru skoruð á fyrstu tveimur mínútum leiksins.

Jamal Musiala skoraði opnunarmark leiksins eftir aðeins um hálfa mínútu. Mistök í öftustu línu gestanna leiddu til þess að Leroy Sané vann boltann og hann kom honum á markaskorarann Musiala.

Það þurfti ekki að bíða lengi eftir næsta marki. Benjamin Sesko jafnaði leikinn á annarri mínútu eftir góðan sprett og stoðsendingu frá Lois Openda.

Benjamin Sesko jafnaði leikinn snögglega en eftir það sáu Leipzig-menn ekki til sólar. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Eftir þessa ótrúlegu byrjun bönkuðu Bæjarar fast á dyr gestanna frá Leipzig allar stundir eftir það og uppskáru fjögur mörk til viðbótar.

Konrad Laimer og Joshua Kimmich bættu við fyrir Bæjara í fyrri hálfleik. Leroy Sané og Alphonso Davies settu svo sitt hvort markið í seinni hálfleik.

Michael Olise, Jamal Musiala, Alphonso Davies og Joshua Kimmich sáu um að stoðsendingarnar.

Harry Kane komst hins vegar ekki á blað í endurkomu sinni úr meiðslum, óttast var að hann myndi ekki spila fyrr en eftir áramót en batinn hefur gengið framar vonum.

Stigin þrjú styrkja stöðu Bayern enn frekar í efsta sæti deildarinnar. Liðið er nú með sjö stiga forskot á Bayer Leverkusen, sem á þó leik til góða á morgun gegn Freiburg.

Leipzig er í fjórða sæti með 27 stig, níu stigum frá toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×