Innlent

Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kárs­nesi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Nýr skóli við Skólagerði fær nafnið Barnaskóli Kársness.
Nýr skóli við Skólagerði fær nafnið Barnaskóli Kársness. Kópavogsbær

Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í kosningunni. Alls hafi 463 nemendur af 670 kosið um nafn, eða um 70 prósent nemenda. Kallað var eftir tillögum að nöfnum frá skólasamfélaginu og íbúum á Kársnesi en skólaráð valdi fimm nöfn fyrir hvorn skóla fyrir sig sem kosið var um.

Niðurstaða kosninganna er bindandi samkvæmt ákvörðun menntaráðs Kópavogs.

Kársnesskóli í Kópavogi við Vallargerði mun heita Kársnesskóli.Vísir/Vilhelm

Barnaskóli Kársness tekur formlega til starfa næsta haust í nýju húsnæði við Skólagerði. Skólastjóri hans verður Heimir Eyvindarson sem þegar hefur tekið til starfa. Skólastjóri Kársnesskóla verður Björg Baldursdóttir sem er skólastjóri núverandi Kársnesskóla.

Ósanngjarnt að börnin fengju að ráða

Kennari við Kársnesskóla skoraði í síðustu viku á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt.

Hún sagði fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn.


Tengdar fréttir

Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald

Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×