Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2024 22:00 Ljósufjallakerfið nær frá norðanverðu Snæfellsnesi og suður í Borgarfjörð. Hjalti Freyr Ragnarsson Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið: Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið:
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07
Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13