Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 22:32 Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitisins segir þau vilja hafa miklu meira eftirlit en þau hafa tök á. Vísir/Arnar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir boðaðar verðhækkanir framleiðenda og heildsala vekja áhyggjur. Það séu ýmsar aðrar leiðir en verðhækkanir til að bregðast við ytri aðstæðum. Samkeppniseftirlitið sagði í dag í yfirlýsingu nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntanlegar verðhækkanir mögulega brot á samkeppnislögum og að þau myndu taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera fram undan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Páll Gunnar fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Við erum að vekja athygli fyrirtækja á því að það sé vægast sagt vandmeðfarið þegar fyrirtæki eða forsvarsmenn þeirra koma saman, eða sitt í hvoru lagi, í fjölmiðlum og boða hækkanir sem eru fram undan og útskýra þær,“ segir Páll og að í þessu geti falist samráð. Hann segir að svo að samkeppni geti þrifist verði að vera ákveðin óvissa ríkjandi á milli keppinauta. „Keppinautar eiga að taka sjálfstæðar ákvarðanir og þegar þeir standa frammi fyrir svipuðum hækkunum, jafnvel hækkunum á sömu aðföngunum, þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að koma fram og lýsa því yfir og gefa keppinautum merki um það að nú séu hækkanir fram undan.“ Fleiri leiðir færar en verðhækkanir Hann segir að í samkeppnisumhverfi séu fleiri leiðir til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum. Til dæmis með því að hagræða í rekstri, greiða lægri arð næsta ár eða aðrar aðgerðir. Fyrirtæki eigi alltaf að vera á höttunum eftir því að finna bestu leiðirnar og tilboðin fyrir viðskiptavini sína. Hann segir Samkeppniseftirlitið hafa áhyggjur af því að með því að koma svona fram og tilkynna um verðhækkanir sé verið að koma þessum aukna kostnaði beint yfir á neytendur. „Það getur skapast svona hækkunarstemning og í einstaka tilfellum getur þetta verið alvarlegt lögbrot. Fyrirtæki eiga að taka sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á sínum forsendum, en eiga að forðast það að koma fram með þessum hætti sem virðist vera að gera núna.“ Þess vegna sé Samkeppniseftirlitið að bregðast við og þau muni fylgja þessu eftir. Verði framhald á þessu muni Samkeppniseftirlitið skoða það sérstaklega. Páll Gunnar segir marga af þeim mörkuðum sem neytendur reiða sig á á Íslandi vera fákeppnismarkaði. Þá geti svona háttsemi haft enn alvarlegri afleiðingar. Það sem hægt sé að gera sé að efla samkeppniseftirlit og það hafi sýnt sig til dæmis erlendis að það sé skynsamlegt að fylgjast þétt með samkeppni á fákeppnismarkaði. „Við búum við ófullkomna samkeppni á mjög mörgum sviðum,“ segir Páll Gunnar. Hann segir að sem dæmi hafi löggjafinn tekið úr sambandi samkeppnisreglur á mikilvægum matvörumörkuðum, mjólk og kjöti. Kjötafurðastöðvar séu mjög áberandi í innflutningi á kjöti og það ríki fákeppni þar. Á sama tíma hafi orðið samþjöppun hjá heildsölum og innflutningsfyrirtækjum. Í verslun segir Páll Gunnar að það séu fáir stórir keppinautar í kjörstöðu. „Það er sama hvar ber niður. Þetta er brothætt samkeppni og þess vegna skiptir mjög miklu máli að þau fyrirtæki sem starfa á þessum mörkuðum gæti að samkeppnisreglum, lúti þeim og fylgi þeim.“ Hann segir að á síðasta áratug hafi fjárheimildir til eftirlitsins lækkað um 20 prósent að raungildi. Á sama tíma hafi landsframleiðsla og fjöldi fyrirtækja aukist um 35 til 40 prósent. Samkeppniseftirlitið nái því ekki að sinna öllum þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Hann segir þörf á því að stjórnvöld styðji betur við umgjörðina og það gæti skilað virkari samkeppni og þannig neytendum lægra vöruverði. Hann segir Íslendinga búa við ýmsar áskoranir vegna smæðar okkar þegar kemur að samkeppni en ef fólk eigi að vilja búa hér áfram verði að búa til samkeppnishæft umhverfi þar sem samkeppnisreglur gilda og að samkeppni verði virkjuð eins mikið og hægt er. Hann segir fjölda sem keppast um á markaði ekki endilega það eina sem skipti máli. Það skipti líka miklu máli að markaðurinn sé opinn og hversu auðvelt er fyrir ný fyrirtæki að stíga inn á markaðinn. „Ef að markaðir eru opnir með þeim hætti hefur það áhrif á það hvernig starfandi fyrirtæki haga sér,“ segir Páll Gunnar. Fyrirtækin búi þá við „þá hótun“ að ef þau standa sig ekki þá komi einhver annar í þeirra stað. „Það er alveg hægt að búa við virka samkeppni með fáum keppinautum ef markaðurinn er opinn. En ef hann er lokaður eru varnirnar minni.“ Hann segir það sem dæmi áhyggjuefni að nýjum aðilum á markaði bjóðist ekki sömu verð hjá birgjum og öðrum sem þegar eru á markaði. En þetta talaði forsvarsfólk Prís til dæmis um þegar þau voru að byrja. Páll segir þetta aðgangshindrun sem þurfi að hafa áhyggjur af. Eiga ekki að opna bækurnar Páll segir Samkeppniseftirlitið ætla að ræða við þá sem hafa lýst yfir verðhækkunum. Það sé ekkert endilega óeðlilegt að yfirvofandi verðhækkanir séu ræddar en það skipti máli hvernig það sé gert. „Keppinautarnir eiga ekki að opna bækur sínar gagnvart öðrum keppinautum á markaði, eins og virðast vera vísbendingar um að þeir séu að gera.“ Hann segir ekki sömu stöðu í dag og árið 2021 þegar það voru miklar verðhækkanir og því veki þessar yfirlýsingar áhyggjur og það geti skapað verðhækkunarstemningu sem eigi sér ekki efnahagslegar forsendur. Hann segir mikilvægt að hvert tilvik sé skoðað fyrir sig. „En kjarnaatriðið er það að fyrirtæki sem starfa á samkeppnismarkaði eiga enga heimtingu á því að geta látið versnandi ytri aðstæður renna beint út í verðlagið, á kostnað neytenda eða viðskiptavina.“ Samkeppnismál Neytendur Verðlag Fjölmiðlar Matvöruverslun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana. 16. desember 2024 09:11 Verð á kaffi sögulega hátt Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. 10. desember 2024 22:59 Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. 9. desember 2024 14:35 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sagði í dag í yfirlýsingu nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntanlegar verðhækkanir mögulega brot á samkeppnislögum og að þau myndu taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera fram undan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Páll Gunnar fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Við erum að vekja athygli fyrirtækja á því að það sé vægast sagt vandmeðfarið þegar fyrirtæki eða forsvarsmenn þeirra koma saman, eða sitt í hvoru lagi, í fjölmiðlum og boða hækkanir sem eru fram undan og útskýra þær,“ segir Páll og að í þessu geti falist samráð. Hann segir að svo að samkeppni geti þrifist verði að vera ákveðin óvissa ríkjandi á milli keppinauta. „Keppinautar eiga að taka sjálfstæðar ákvarðanir og þegar þeir standa frammi fyrir svipuðum hækkunum, jafnvel hækkunum á sömu aðföngunum, þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að koma fram og lýsa því yfir og gefa keppinautum merki um það að nú séu hækkanir fram undan.“ Fleiri leiðir færar en verðhækkanir Hann segir að í samkeppnisumhverfi séu fleiri leiðir til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum. Til dæmis með því að hagræða í rekstri, greiða lægri arð næsta ár eða aðrar aðgerðir. Fyrirtæki eigi alltaf að vera á höttunum eftir því að finna bestu leiðirnar og tilboðin fyrir viðskiptavini sína. Hann segir Samkeppniseftirlitið hafa áhyggjur af því að með því að koma svona fram og tilkynna um verðhækkanir sé verið að koma þessum aukna kostnaði beint yfir á neytendur. „Það getur skapast svona hækkunarstemning og í einstaka tilfellum getur þetta verið alvarlegt lögbrot. Fyrirtæki eiga að taka sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á sínum forsendum, en eiga að forðast það að koma fram með þessum hætti sem virðist vera að gera núna.“ Þess vegna sé Samkeppniseftirlitið að bregðast við og þau muni fylgja þessu eftir. Verði framhald á þessu muni Samkeppniseftirlitið skoða það sérstaklega. Páll Gunnar segir marga af þeim mörkuðum sem neytendur reiða sig á á Íslandi vera fákeppnismarkaði. Þá geti svona háttsemi haft enn alvarlegri afleiðingar. Það sem hægt sé að gera sé að efla samkeppniseftirlit og það hafi sýnt sig til dæmis erlendis að það sé skynsamlegt að fylgjast þétt með samkeppni á fákeppnismarkaði. „Við búum við ófullkomna samkeppni á mjög mörgum sviðum,“ segir Páll Gunnar. Hann segir að sem dæmi hafi löggjafinn tekið úr sambandi samkeppnisreglur á mikilvægum matvörumörkuðum, mjólk og kjöti. Kjötafurðastöðvar séu mjög áberandi í innflutningi á kjöti og það ríki fákeppni þar. Á sama tíma hafi orðið samþjöppun hjá heildsölum og innflutningsfyrirtækjum. Í verslun segir Páll Gunnar að það séu fáir stórir keppinautar í kjörstöðu. „Það er sama hvar ber niður. Þetta er brothætt samkeppni og þess vegna skiptir mjög miklu máli að þau fyrirtæki sem starfa á þessum mörkuðum gæti að samkeppnisreglum, lúti þeim og fylgi þeim.“ Hann segir að á síðasta áratug hafi fjárheimildir til eftirlitsins lækkað um 20 prósent að raungildi. Á sama tíma hafi landsframleiðsla og fjöldi fyrirtækja aukist um 35 til 40 prósent. Samkeppniseftirlitið nái því ekki að sinna öllum þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Hann segir þörf á því að stjórnvöld styðji betur við umgjörðina og það gæti skilað virkari samkeppni og þannig neytendum lægra vöruverði. Hann segir Íslendinga búa við ýmsar áskoranir vegna smæðar okkar þegar kemur að samkeppni en ef fólk eigi að vilja búa hér áfram verði að búa til samkeppnishæft umhverfi þar sem samkeppnisreglur gilda og að samkeppni verði virkjuð eins mikið og hægt er. Hann segir fjölda sem keppast um á markaði ekki endilega það eina sem skipti máli. Það skipti líka miklu máli að markaðurinn sé opinn og hversu auðvelt er fyrir ný fyrirtæki að stíga inn á markaðinn. „Ef að markaðir eru opnir með þeim hætti hefur það áhrif á það hvernig starfandi fyrirtæki haga sér,“ segir Páll Gunnar. Fyrirtækin búi þá við „þá hótun“ að ef þau standa sig ekki þá komi einhver annar í þeirra stað. „Það er alveg hægt að búa við virka samkeppni með fáum keppinautum ef markaðurinn er opinn. En ef hann er lokaður eru varnirnar minni.“ Hann segir það sem dæmi áhyggjuefni að nýjum aðilum á markaði bjóðist ekki sömu verð hjá birgjum og öðrum sem þegar eru á markaði. En þetta talaði forsvarsfólk Prís til dæmis um þegar þau voru að byrja. Páll segir þetta aðgangshindrun sem þurfi að hafa áhyggjur af. Eiga ekki að opna bækurnar Páll segir Samkeppniseftirlitið ætla að ræða við þá sem hafa lýst yfir verðhækkunum. Það sé ekkert endilega óeðlilegt að yfirvofandi verðhækkanir séu ræddar en það skipti máli hvernig það sé gert. „Keppinautarnir eiga ekki að opna bækur sínar gagnvart öðrum keppinautum á markaði, eins og virðast vera vísbendingar um að þeir séu að gera.“ Hann segir ekki sömu stöðu í dag og árið 2021 þegar það voru miklar verðhækkanir og því veki þessar yfirlýsingar áhyggjur og það geti skapað verðhækkunarstemningu sem eigi sér ekki efnahagslegar forsendur. Hann segir mikilvægt að hvert tilvik sé skoðað fyrir sig. „En kjarnaatriðið er það að fyrirtæki sem starfa á samkeppnismarkaði eiga enga heimtingu á því að geta látið versnandi ytri aðstæður renna beint út í verðlagið, á kostnað neytenda eða viðskiptavina.“
Samkeppnismál Neytendur Verðlag Fjölmiðlar Matvöruverslun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana. 16. desember 2024 09:11 Verð á kaffi sögulega hátt Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. 10. desember 2024 22:59 Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. 9. desember 2024 14:35 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana. 16. desember 2024 09:11
Verð á kaffi sögulega hátt Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. 10. desember 2024 22:59
Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. 9. desember 2024 14:35