Afturelding í bikarúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 20:40 Birgir Steinn Jónsson var mjög góður í liði Aftureldingar í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Afturelding varð í kvöld annað liðið á eftir Stjörnunni til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta. Afturelding mætti norður og vann tveggja marka sigur á KA-mönnum í KA-húsinu, 28-26. Afturelding varð bikarmeistari fyrir tveimur árum en komst ekki í bikarúrslitin í fyrra. Afturelding er sex sætum ofar í töflunni og vann ellefu marka sigur í deildarleik liðanna fyrr í vetur. Það bjuggust við flestir við sigri gestanna. KA-menn voru sýnd veiði en ekki gefin og þeir bitu vel frá sér í kvöld. KA-menn voru með frumkvæðið stærsta hluta fyrri hálfleiksins og náðu mest tveggja marka forskoti. Þeir voru 10-8 en Mosfellingar náðu undirtökunum í lok hálfleiksins og voru komnir einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12. Mosfellingar voru komnir fjórum mörkum yfir, 18-14, eftir góða byrjun á seinni hálfleik og eftir það var á brattan að sækja fyrir heimamenn. KA-menn gáfust þó hvergi nærri upp og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Afturelding var áfram skrefinu á undan en spennan hélst allt til leiksloka. Mosfellingum tókst þá að landa sigri og sæti á bikarúrslitahelginni. Birgir Steinn Jónsson var öflugur hjá Aftureldingu með átta mörk úr níu skotum. Þeir Þorvaldur Tryggvason og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk. Dagur Árni Heimisson skoraði átta mörk fyrir KA og Einar Rafn Eiðsson var með sjö mörk. Powerade-bikarinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Afturelding mætti norður og vann tveggja marka sigur á KA-mönnum í KA-húsinu, 28-26. Afturelding varð bikarmeistari fyrir tveimur árum en komst ekki í bikarúrslitin í fyrra. Afturelding er sex sætum ofar í töflunni og vann ellefu marka sigur í deildarleik liðanna fyrr í vetur. Það bjuggust við flestir við sigri gestanna. KA-menn voru sýnd veiði en ekki gefin og þeir bitu vel frá sér í kvöld. KA-menn voru með frumkvæðið stærsta hluta fyrri hálfleiksins og náðu mest tveggja marka forskoti. Þeir voru 10-8 en Mosfellingar náðu undirtökunum í lok hálfleiksins og voru komnir einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12. Mosfellingar voru komnir fjórum mörkum yfir, 18-14, eftir góða byrjun á seinni hálfleik og eftir það var á brattan að sækja fyrir heimamenn. KA-menn gáfust þó hvergi nærri upp og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Afturelding var áfram skrefinu á undan en spennan hélst allt til leiksloka. Mosfellingum tókst þá að landa sigri og sæti á bikarúrslitahelginni. Birgir Steinn Jónsson var öflugur hjá Aftureldingu með átta mörk úr níu skotum. Þeir Þorvaldur Tryggvason og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk. Dagur Árni Heimisson skoraði átta mörk fyrir KA og Einar Rafn Eiðsson var með sjö mörk.
Powerade-bikarinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira