Innlent

Samið um lagningu skíðagöngu­brauta á Hólms­heiði og Rauða­vatni

Atli Ísleifsson skrifar
Margir leggja leið sína á Rauðavatn til að skíða yfir vetrartímann.
Margir leggja leið sína á Rauðavatn til að skíða yfir vetrartímann. Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Sporið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiðinni og á Rauðavatni í vetur.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með samningnum sé komið til móts við ört vaxandi hóp fólks sem stundi þessa íþrótt. Boðið verði upp á vönduð og skipulögð gönguskíðaspor í borginni þegar aðstæður leyfa.

„Sporið mun sjá um vöktun, mati á aðstæðum, lagningu og viðhaldi tvöfaldra skíðaspora þar sem því verður við komið.

Upplýsingar um opnun skíðaspora og aðstæður verða á facebook-síðu Sporsins og á miðlum Reykjavíkurborgar.

Framtíð skíðagönguíþróttarinnar innan borgarmarkanna er björt og stefnt er að áframhaldandi þróun við gerð gönguskíðabrauta og þjónustu á næstu árum með það að markmiði að skapa aðstæður til hreyfingar og útiveru í borgarlandi í anda lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar,“ segir á vef borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×