Sport

Minntust eigin­konu Mardle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pílan er gríðarlega vinsæl á Sky Sports í Bretlandi og er Wayne einn af þeim vinsælustu sem kemur að umfjöllun stöðvarinnar.
Pílan er gríðarlega vinsæl á Sky Sports í Bretlandi og er Wayne einn af þeim vinsælustu sem kemur að umfjöllun stöðvarinnar.

Nú stendur yfir heimsmeistaramótið í pílu og fer mótið fram í Alexandra höllinni í Lundúnum. Sky Sport heldur utan um útsendingar frá mótinu en mótið sjálft er sýnd á Vodafone Sport og Viaplay her á landi.

Einn helsti sérfræðingur Sky Sports í sportinu er Wayne Mardle. Hann er fyrrum atvinnumaður í pílu en starfar nú sem sérfræðingur.

Mardle mun ekki koma nálægt útsendingum frá mótinu í ár en eiginkona hans Donna Mardle lést eftir stutta baráttu við veikindi í byrjun vikunnar.

Kollegar hans minntust Donnu í útsendingu Sky Sports Darts í gær og verður hennar minningu haldið á loftið allt mótið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×