Enski boltinn

Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Kerkez hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Bournemouth.
Milos Kerkez hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Bournemouth. getty/Robin Jones

Jamie Carragher segir að Liverpool þurfi að kaupa vinstri bakvörð í janúar og hann telur sig vera með rétta manninn fyrir liðið.

Andy Robertson var rekinn af velli eftir sautján mínútur í leik Liverpool og Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Robertson hefur ekki átt sitt besta tímabil í vetur og Carragher segir að Liverpool þurfi að fjárfesta í nýjum vinstri bakverði.

„Hann þarf hjálp. Liverpool er ekki með neinn varamann og þetta er eitthvað sem þeir þurfa að leysa í janúar,“ sagði Carragher og nefndi svo manninn sem honum finnst að Liverpool ætti að kaupa: Milos Kerkez hjá Bournemouth.

„Hann er ákveðinn og hefur verið frábær síðan hann kom inn í ensku úrvalsdeildina. Við ættum að fylgjast með honum, sama hvort hann verður áfram eða fer,“ sagði Carragher.

Kerkez er ungverskur landsliðsmaður sem kom til Bournemouth frá AZ Alkmaar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×