Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2024 14:02 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, sat í kjarnahóp starfshóps um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun. vísir/Arnar Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“ Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“
Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira