Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar 14. desember 2024 14:00 Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Menning Bókmenntir Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun