Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 14:14 Arion banki og Alvotech hafa tekið hvetningu Einars til greinar. Benedikt Gíslason, til vinstri, er bankastjóri Arion banka og Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. vísir Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Sjá meira
Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Sjá meira
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent