Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar 13. desember 2024 14:00 Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun