Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 12. desember 2024 15:01 Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun