Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2024 08:02 Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra stendur á tímamótum. Á sama tíma starfar hún tímabundið fyrir Hringborð norðurslóða og er byrjuð að skrifa pólitískar endurminningar sínar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. Fylgi ríkisstjórnarinnar var síðan mjög laskað þegar hún sagði af sér forsætisráðherraembættinu og formennskunni í VG og bauð sig fram til embættis forseta Íslands í apríl fyrir kosningarnar í júní. „Ég var auðvitað grautfúl að tapa þessum kosningum,“ sagði Katrín í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag þegar hún rifjar upp niðurstöður forsetakosninganna í júní. Hún hefur lítið sem ekkert rætt við fjölmiðla frá því daginn eftir þær kosningar en gaf loks kost á viðtali í Samtalinu. Nær í tíma eru þó nýafstaðnar alþingiskosningar þar sem Vinstrihreyfingin grænt framboð sem hún leiddi í ellefu ár þurrkaðist út af þingi. Vinstri græn hart dæmd „Ég ætla ekki að ljúga neinu um að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd," sagði Katrín. Þau 25 ár sem Vinstrihreyfingin grænt framboð var á þingi hafi hreyfingin haft ótrúlega mikil áhrif á landsmálin. „Í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun. Sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávalt var á vaktinni fyrir ýmis mannréttindamál, náttúruvernd og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þótt að auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn," sagði Katrín í Samtalinu. Hún gæti nefnt mörg dæmi um stór mál sem hafi aukið jöfnuð í landinu. „Hvort sem það er endurreisn barnabótakerfis, gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða nýtt örorkukerfi. Ég get nefnt stór umhverfismál sem unnið var að, ekki hvað síst á sviði loftlagsmála og náttúruverndar og svo auðvitað réttindamál. Kynrænt sjálfræði, ný lög um þungunarrof og svo mætti lengi telja,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi um verk ríkisstjórna hennar. Áhrif Vinstri grænna væru því óumdeild. Flokkur væri hins vegar tæki í kringum málefni og þessi málefni væru ekki á förum. „Kosningarnar núna sýna að það eru ekki aðeins Vinstri græn sem hverfa af Alþingi. Sósíalistar ná ekki inn. Píratar detta af þingi. Þetta eru kannski þrír flokkar sem við getum kallað róttæka. Þannig að greinilega var ekki eftirspurn eftir róttækum flokkum að þessu sinni,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Aukinheldur væru Vinstri græn hart dæmd vegna þátttöku í ríkisstjórn eins og tilhneigingin væri í Evrópu og öllum lýðræðisríkjum. Hún telji að Vinstri græn hefðu ekki átt að haga kosningabaráttunni með öðrum hætti en þau gerðu. Þar fyrir utan væri hún engin manneskja til að segja til um það í dag. Katrín segist bera mikið traust til Svandísar Svavarsdóttur núverandi formanns VG,Vísir/Vilhelm „Ég er farin af vettvangi og ber mjög mikið traust til Svandísar Svavarsdóttur formanns hreyfingarinnar. Sem stóð frammi fyrir mjög stóru verkefni og jafnvel enn stærra verkefni núna eftir þessar kosningar,“ segir Katrín. Atburðarásin hafi hins vegar verið hröð frá því Bjarni Benediktsson rauf stjórnarsamstarfið og boðaði til kosninga með skömmum fyrirvara. Fjöldi flokka hafi verið í framboði og allt þetta skýri ef til vill þær miklu sviftingar sem orðið hafi í kosningunum. Vinstrafólk sem gat ekki fyrirgefið henni í forsetakosningunum Það var augljóst í baráttunni fyrir forsetakosningarnar að margt vinstrafólk gat ekki fyrirgefið Katrínu að hafa yfirleitt farið í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Margir kenndu henni beinlínis um að Bjarni Benediktsson settis að nýju á forsætisráðherrastól. Skýrir þetta að nokkru leyti einnig fylgishrun Vinstri grænna eða ertu ónæm fyrir þessari gagnrýni? „Það er bara niðurstaða meirihluta þingsins að Bjarni verður forsætisráðherra. Formaður stærsta flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það er auðvitað ekki ákvörðun sem ég tek. Ég var gagnrýnd harkalega af sumum í þessu forsetaframboði og margt sagt sem mér fannst rangt. Margt sagt sem mér fannst ekki sanngjarnt,“ segir Katrín en hún hafi ekki dvalið mikið við það. „Þú spyrð hvort ég sé ónæm, ég er það að auðvitað ekki. Að sjálfsögðu horfi ég á það sem sagt er og hef alveg á því skoðanir. Miklu heldur hef ég kosið að taka það góða og jákvæða sem kom fram í þessari kosningabaráttu,“ segir forsetaframbjóðandinn fyrrverandi. Hún hafi haldið sextíu fundi hringin í kring um landið og hitt mjög margt fólk „Sem mér fannst áhugavert og gefandi að hitta. Ég kynntist mjög mörgu nýju fólki sem mér finnst gaman að hafa fengið inn í líf mitt.“ Hún hafi því tekið miklu meira jákvætt frá þessari reynslu en neikvætt. „En ég er ekki ónæm fyrir öllu því sem sagt var og margt held ég að muni ekki eldast sérstaklega vel,“ segir Katrín. Finnst henni þá harkan í fólki sem hefði kanski venjulega stutt hana ósanngjörn og eiga vinstrimenn kannski erfiðara með að fyrirgefa en aðrir og þá alveg sérstaklega samstarf cið Sjálfstæðisflokkinn? Það var kallað eftir pólitískum stöðugleika „Ég minni bara á að árið 2017 þegar ég stofna til þessarar ríkisstjórnar er það í kjölfar þess að við höfðum farið í gegnum tvennar óvæntar kosningar. Það hafði verið mikill óstöðugleiki. Mikil eftirspurn eftir samstarfi þvert á hið pólitíska litróf og það var eftirspurn eftir því að fólk leggði sig fram um að ná málamiðlunum og stöðugleika í stjórnmálum. Það var eftirspurn eftir reynslu á þeim tíma,“ segir Katrín þegar hún rifjar upp aðstæður í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 2013 og 2016 sem leiddu til stjórnarmyndunarinnar 2017. Katrín segir ríkisstjórn hennar hafa lagt af stað með miklum stuðningi þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm „Og þessi ríkisstjórn fer af stað með mjög góðum stuðningi landsmanna og ég vil meina að hún hafi staðið sig gríðarlega vel á erfiðum tímum. Það voru engin eðlileg verkefni sem þessi ríkisstjórn fékk í fangið. Heimsfaraldur 2020 sem auðvitað litar allt okkar starf á þeim tíma. Hefðbundin stjórnmál þurfa einhvern veginn undan að láta og við að takast á við gríðarlega flókið verkefni sem varðar öryggi allra landsmanna,“ segir Katrín. Síðan hafi eldsumbotin á Reykjanesskaga lagst ofan á allt þetta. Segja megi að stöðug áföll hafi riðið yfir þjóðina sem ekki væri hægt að skrifa út í nokkrum stjórnarsáttmála. Það hafi því reynt mikið á samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Hefði heimsfaraldurinn ekki komið til hefði staðan ef til vill orðið önnur fyrir kosningarnar 2021. „Því það er ekkert launungarmál að það er erfitt að halda saman ríkisstjórn á öllum tímum. Að sjálfsögðu verður það heldur erfiðara þegar flokkarnir eru fjarri hver öðrum málefnalega. Það er heldur ekkert launungarmál að samstarfið varð þyngra eftir því sem á leið,“ segir Katrín. Óróleikinn eykst í stjórnarsamstarfinu Ófróleikinn innan stjórnarsamstarfsins var farinn að láta á sér kræla undir lok fyrra kjörtímabilsins en hann ágerðist mjög fljótlega eftir að flokkarnir þrír höfðu endurnýjað samstarfið árið 2021. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafði í raun verið í hreinni stjórnarandstöðu sem meðal annars kom fram þegar Óli Björn Kárason sagði af sér formennsku þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2023 í mómælaskyni við stjórnarsamstarfið. Á vorþinginu 2023 var staðan þannig að fjölmörg mál stjórnarflokkanna sátu pikkföst í ágreiningi í nefndum Alþingis og Katrín tók þá ákvörðun að láta staðar numið og senda þingið í sumafrí. Mörg stórmál voru þá óafgreidd, meðal annars samgönguáætlun. Hefði verið hreinna að slíta stjórnarsamstarfinu á þeim tíma? „Þá má alltaf vera með ef og hefði vangaveltur. Það er ekkert launungarmál að það var vaxandi kergja. Þegar við verðum fyrsta þriggja flokka stjórnin sem lifir af kjörtímabil fáum við líka endurnýjað umboð 2021. Ég átti ekki endilega von á því. Við höfðum sagt þá að það væri eðlilegt ef svo færi að við fengjum endurnýjað umboð í kosningum að við myndum skoða að vinna áfram saman. Enda samstarfið um margt gengið vel,“ segir Katrín Átakalínurnar milli flokkanna hafi dýpkað þegar heimsfaraldrinum lauk. Það segði sína sögu að frumvarp sem hún lagði fram um mannréttindastofnun í september í fyrra vetur hafi enn verið fast í þinginu þegar hún fór í forsetaframboð vorið 2023, þótt það hafi sem betur fer klárast að lokum. Katrín segir mikla kergju hafa safnast upp í stjórnarsamstarfinu og þá verði stutt í illindi.Vísir/Vilhelm „Þannig að auðvitað var orðin kergja og þá er stutt í að það verði illindi. Ég hef auðvitað unnið með öllu þessu fólki og ber því flestu góða sögu. En það er meira en að segja það að halda saman þriggja flokka stjórn ólíkra flokka. Það er ekki bara forsætisráðherrans það er líka annarra að gera sitt í þeim efnum.“ Þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi haldið meirihluta sínum á Alþingi eftir kosningar 2007 ákvað Framsóknarflokkurinn sem glímdi þá við forystuskipti og ýmsa óárán að slíta stjórnarsamstarfinu. Það er því ekki gefið að flokkar haldi samstarfi áfram þótt meirihlutinn haldi. „Nei en það var niðurstaða flokksráðs Vinstri grænna á grundvelli þess stjórnarsáttmála sem þá lá fyrir,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Vinstri græn fengu 12,6% atkvæða í kosningunum 2021 sem hreyfingin myndi sjálfsagt fagna að hafa fengið í nýafstöðnum kosningum. Töldu sig enn hafa brýn verkefni En var það ekki svolítið í þínum höndum að segja þetta gott og hvetja flokkinn til að byggja sig upp að nýju? „Það var ekki niðurstaðan þá og við vorum auðvitað í miðjum heimsfaraldri. Við töldum að við hefðum ennþá brýnum verkefnum að sinna. Svo voru mál sem okkur langaði að ráðst í og ég er stolt af að hafi náð í gegn á seinna kjörtímabilinu. Ég nefndi þau hérna áðan eins og endurskoðunina á örorkukerfinu og málefni sem varða kannski sérstaklega stöðu barna í samfélaginu.“ Þannig að það hafi orðið niðurstaðan þótt sífellt mætti spyrja sig eftir á hvort fólk hefði átt að gera annað. „Ég skal bara viðurkenna að það er djúpt á það í mér að slíta stjórnarsamstarfi. Ég tek hlutina einfaldlega gríðarlega alvarlega. Er bara þeirrar gerðar en ég get sagt að auðvitað ræddi ég þetta stundum við minn þingflokk. Hvort fólk væri tilbúið að halda áfram. Því auðvitað er þetta á endanum félagsleg ákvörðun.“ Katrín segir úrslit alþingiskosninganna mikið áfall og hún hafi fyllst djúpri sorg vegna þeirra.Vísir/Vilhelm Úrlistin áfall fyrir VG Nú er staðan hins vegar sú að Vinstri græn eru fallin af þingi eftir að hafa einungis hlotið 2,3 prósent atkvæða. Kannski er þetta langlundargeð að koma í bakið á hreyfingunni súna? „Vafalaust má benda á mig í þeim efnum. Það má örugglega benda á einhverja fleiri ef fólk vill. Stóra málið held ég og verkefnið sem formaður hreyfingarinar stendur frammi fyrir og hennar fólk í forystunni er hvernig ætla þau núna að halda áfram," sagði forsætisráðherrann fyrrverandi. Nú þurfi grasrót flokksins að koma að því að móta framhaldið og hún viti ekki betur en hún komi saman til fundar snemma á nýju ári. „Þessi úrslit eru auðvitað áfall fyrir okkur öll. Að sjálfsögðu. En síðan snítur fólk sér og stendur upp,“ segir Katrín. Sérðu eftir því að hafa boðið þig fram til forseta? „Nei, það geri ég ekki. Í fyrsta lagi var ég alveg með það á hreinu að ég ætlaði ekki fram í næstu þingkosningum.“ Margir spyrðu hana um þessar mundir hvort henni þætti ekki erfitt að horfa á atburðarás dagsins og vera ekki á staðnum. Eðlilegt að finnast nóg vera komið „Ég get sagt ofboðslega heiðarlega, nei. Mér finnst það ekki. Af því að maður gefur mjög mikið af sér í þessum málum og svo finnur maður það bara á sér einn daginn að það er orðið meira átak fyrir mann að halda áfram að gefa af sér. Þá er auðvitað rétt að stíga til hliðar,“ segir Katrín. Þegar hún hafi fengið hvatningu um að bjóða sig fram til forseta hafi hún því ákveðið að láta vaða því hún væri líka þannig skapi farin að vera tilbúin að stökkva. „Og ég sé ekki eftir því. Þetta var mjög skemtileg barátta fyrst og fremst.“ Það var þá kannski viss léttir að vera laus úr hringiðu stjórnmálanna? „Maður verður náttúrlega áfram að hafa eitthvað mikið að gefa til að axla forystuhlutverk í stjórnmálum. Þetta er eins og ég nefndi áðan; maður er hart dæmdur og það er bara eitthvað sem maður þarf að búa við. En til þess einmitt að geta brugðist við því þarftu að hafa stóran tank af orku, hlýju og hugsjónum til að geta haldið áfram að gefa af þér.“ Hún hafi verið í stjórnmálum í tuttugu og tvö ár. Byrjað sem varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans árið 2002. „Hef alltaf verið á fullu í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þannig að það var ef til vill ekki skrýtið að finna þessa tilfinningu að nú væri þetta kanski komið gott hjá mér.“ Mátulegt á mig að fá Hörpu í fangið Þegar Katrín horfir yfir ferilinn minnist hún þess að hún hafi tekið við embætti mennta- og menningarmalaráðherra árið 2009 á mjög erfiðum tímum í rústum bankahrunsins. Tvennt komi upp í hugann þegar hún væri spurð um af hverju hún væri stoltust á ferlinum. „Hvað okkur tókst að bjóða mörgum að hefja nám sem höfðu misst vinnuna á þeim erfiðu tímum í samfélaginu. Það fólk hefur sumt stoppað mig úti á götu og sagt að þetta hafi breytt lífinu.“ Katrín segir það hafa verið mátulegt á hana að fá Hörpu í fangið í hruninu, konu sem ætlaði aldrei að reisa sér pólitíska minnisvarða.Vísir/Vilhelm Svo nefnir hún tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu sem var varla meira en grunnurinn þegar bankarnir hrundu og ríkið og borgin ákváðu að klára að byggja það. „Sem var mátulegt á mig því ég sagði alltaf að ég ætlaði ekki að vera stjórnmálamaður sem reisti sér minnisvarða. Svo auðvitað tók ég að mér að klára þetta hús þótt ég hafi ekki gert það með mínum eigin höndum,“ segir Katrín. Tímar hennar í embætti forsætisráðherra hafi síðan verið mjög óvenjulegir. Í hennar vinahópi væri grínast með að vonandi hætti allt vesen nú þegar hún væri hætt sem forsætisráðherra. Faraldrar, eldsumbrot og aðrar náttúruhamfarir. „Því þetta var eignlega stanslaust.“ Auðvitað væri hún stolt af verkum sínum í forsætisráðuneytinu þótt hlutirnir færu ekki alltaf eins og stefnt hefði verið að. „Maður gengur inn á einhverja skrifstofu með plan. Þetta er það sem ég ætla að gera og svo tekur lífið bara við. Maður þarf að bregðast við öllu sem kemur upp og það skiptir máli hvernig maður gerir þar. Fyrir það verður maður dæmdur á einhverjum tímapunkti.“ Grautfúl með úrslitin í forsetakosningunum Katrín fékk rétt rúmlega 25 prósent atkvæða í forsetakosningunum í júni og hlaut næst mesta fylgið á eftir Höllu Tómasdóttur sem var kjörin með rétt rúmlega 34 prósentum atkvæða. „Í fyrsta lagi fannst mér gaman í þessari forsetakosningabaráttu. Ég kynntist nýju fólki, fékk einhvern veginn aðra sýn á samfélagið. Þegar maður er á ferð um landið til dæmis sem stjórnmálamaður færðu ákveðna sýn og þú hittir ákveðið fólk. Svo ferðu sem forsetaframbjóðandi og hittir annað fólk sem hefur aðra hluti að segja þér. Þannig að það var í fyrsta lagi mjög gefandi. Ég var auðvitað grautfúl að tapa þessum kosningum. Ég fór í þetta til að vinna, að sjálfsögðu," sagði Katrín. Svo takist menn bara á við það. Hún væri einfaldlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að endurfæðast á miðri lífsleiðinni. „Það er ekki sjálfgefið að maður fái það,“ segir Katrín augljóslega farin að líta til annarra og nýrra átta. Úr hringiðunni að Hringborði norðurslóða Þegar árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, var haldið í október vakti athygli að forsætisráðherrann fyrrverandi stýrði þar umræðum málefni ísilagðra svæða í heiminum. Í dag er hún sérlegur sendifulltrúi Hringborðsins og hefur meðal annars fundað með ráðamönnum, vísindamönnum og fleirum víða um heim undanfarna mánuði. „Til að tala fyrir hönd þessa vettvangs um þau mál sem ég hef alltaf brunnið fyrir. Sem eru auðvitað loftslagsmálin, málefni norðurskautsins en líka annarra ísilagðra svæða í heiminum. Suðurskautið og önnur svæði sem eru þakin ís.“ Katrín segiir lærdómsríkt að fá að hafa fengið að kynnast innra starfi Hringborði norðurslóða sem væri stærsti vettvangur umræðunnar um loftlagsbreytingar á norðurslóðum í heiminum.Vísir/Vilhelm Það hafi verið lærdómsríkt fyrir hana að kynnast þessum vettvangi, Hringborðinu, innan frá. „Því hann nýtur mikillar virðingar víða um heim og hefur vakið mikla athygli. Þetta er stærsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin er reglulega hér og er að ræða mjög mikilvæg mál í samtímanum,“ segir Katrín. Hún væri mjög glöð að fá þetta tækifæri. Ekki hvað síst að fá að hitta alls konar fólk og vísindamenn í heiminum. „Sem eru að horfa til þessa vettvangs sem staðarins þar sem vísindin geta einmitt mæst og átt samtal við fólk sem er að móta stefnuna. Stjórnmálamenn, embættismenn og aðra um ein brýnustu mál samtímans,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Verkefnið væri mjög spennandi verkefni og mikilvægt. Grafið undan lýðræðinu á viðsjárverðum tímum „Við erum á mjög viðsjárverðum tímum í heiminum. Á sama tíma eru við að sjá stríðsátök sem hafa ekki verið fleiri frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Við erum að sjá bakslag í lýðræðinu. Við erum að sjá grafið undan lýðræðinu í lýðræðisríkjum. Erum að sjá ríki sem ekki eru lýðræðisríki taka meira rými á alþjóðasviðinu,“ segir Katrín. Allt spili þetta saman með tæknibreytingum sem væru að mörgu leyti stórkostlegar en hefðu líka að mörgu leyti gjörbreytt lýðræðislegri umræðu á undanförnum árum. Hún velti fyrir sér meira nú en oft áður hvað gervigreindin væri að hafa mikil áhrif á lýðræðislega umræðu. Ætti gervigreindin til dæmis að hafa málfrelsi? Ein afleiðing stríðsins í Úkraínu er að Norðurskautsráðið sem Ísland var í formennsku fyrir rétt áður en stríðið skall á hefur verið lamað allt frá innrás Rússa sem tóku við formennsku af Íslandi í ráðinu á fundi þess í Reykjavík í maí 2021. En Norðurskautsráðið hefur verið einn mikilvægasti vettvangur ríkja sem liggja að norðurskautinu og Rússar eiga stærstu landamæri allra að norðurskautinu. Þessi mál líða því mikið fyrir stríðið ekki rétt? „Þau líða mjög mikið fyrir stríðið. Við erum að horfa á sífrerann í Síberíu sem er gríðarlega stórt mál út frá loftslagssjónarmiðum.“ Það hafi í raun ekkert samstarf eða samtal átt sér stað frá því stríðið braust út þótt aðeins hafi örlað á upplýsingaskiptum á milli vísindamanna sem væru engu að síður takmörkuð. „Þetta er ótrúlega sorgleg þróun því við héldum hér fund Norðurskautsráðsins og samþykktum þar stefnu ráðsins til tíu ára. Það er í raun það síðasta sem gerist jákvætt í þessum málum. Þetta er svo ótrúlega mikilvægt hér á þessu viðkvæma svæði, að við getum náð saman og skilið aðra hluti eftir,“ segir Katrín Það væri hins vegar ekkert smámál þegar eitt ríki ráðist inn í annað og brjóti þar öll alþjóðalög. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands á heiðurinn af stofnun Hringborðs norðurslóða sem hafa vaxið með ótrúlegum hætti á undanförnum tíu árum. Hann er nú rúmlega áttræður og yngist ekki fremur en aðrir. Katrín segir Ólaf Ragnar enn í fullu fjöri og ótímabært að ræða eftirmann hans hjá Hringborði norðurslóða.Vísir/Vilhelm Gætir þú hugsað þér að leysa hann af hólmi þegar þar að kæmi? „Ég held að Ólafur sé hressari en ég og þú samanlagt. Alltaf þegar ég hringi til hans er hann úti að ganga. Þannig að ég held að hann sé bara í fullu fjöri ennþá,“ segir Katrín og minnir á að verkefni hennar hjá Hringborði norðurslóða væri einungis hugsað til eins árs og væri ekki fullt starf. Hún hafi verið beðin um að stýra nefnd fyrir Alþjóðaheibrigðisstofnunina um loftslagsbreytingar og lýðheilsu sem hún hafi samþykkt að taka að sér. Þau mál skýrðust betur snemma á næsta ári. Skrifar pólitískar endurminningar en ekki pólitíska sakamálasögu En kemur til greina að snúa sér að bókarskrifum því krimmi hennar og Ragnars Jónassonar sem kom út 2021 vakti töluverða athygli? „Úr því þú spyrð þá hef ég verið að skrifa. Reyndar ekki skáldsögu heldur hef ég aðeins verið að rifja upp pólitískar minningar. Því ég sit uppi með að vera með skjöl á þremur brettum á Þjóðskjalasafninu sem ég er að grisja núna. Þetta gengur allt of hægt hjá mér og ég er ekki vinsæl manneskja á safninu. Þetta tekur miklu lengri tíma en ég hélt en auðvitað er ég að vinna svolítið í því en veit ekki hvort það kemur út,“ sagði Katrín. Hvað með að skrifa sakamálasögu, gætir til dæmis skrifað um morð í fjármálaráðuneytinu. Búið til persónu líkt og Erlend í bókum Arnalds um konu sem leysir málin? „Það eru náttúrulega allir að skrifa glæpasögur. Ég var að skoða Bókatíðindi, mér sýnist þetta vera mjög mikið af glæpasögum,“ segir Katrín. „Við Ragnar erum búin að fá margar áskoranir um að skrifa framhald. Það getur vel verið að við gerum það. Við erum alveg með hugmyndir.“ Þú gætir fengið útrás fyrir að drepa fyrrverandi pólitíska andstæðinga þína í bók? „En þá fara allir að þekkja þá þegar þeir mæta,“ segir Katrín hlæjandi. „Menn sem líta út eins og Bjarni og Sigurður Ingi og eru drepnir hræðilega. Heldurðu að þetta væri nú gott," sagði Katrín kíminn í Samtalinu á fimmtudag. Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Riddari kannana mætir í Samtalið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum. 10. október 2024 10:05 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fylgi ríkisstjórnarinnar var síðan mjög laskað þegar hún sagði af sér forsætisráðherraembættinu og formennskunni í VG og bauð sig fram til embættis forseta Íslands í apríl fyrir kosningarnar í júní. „Ég var auðvitað grautfúl að tapa þessum kosningum,“ sagði Katrín í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag þegar hún rifjar upp niðurstöður forsetakosninganna í júní. Hún hefur lítið sem ekkert rætt við fjölmiðla frá því daginn eftir þær kosningar en gaf loks kost á viðtali í Samtalinu. Nær í tíma eru þó nýafstaðnar alþingiskosningar þar sem Vinstrihreyfingin grænt framboð sem hún leiddi í ellefu ár þurrkaðist út af þingi. Vinstri græn hart dæmd „Ég ætla ekki að ljúga neinu um að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd," sagði Katrín. Þau 25 ár sem Vinstrihreyfingin grænt framboð var á þingi hafi hreyfingin haft ótrúlega mikil áhrif á landsmálin. „Í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun. Sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávalt var á vaktinni fyrir ýmis mannréttindamál, náttúruvernd og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þótt að auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn," sagði Katrín í Samtalinu. Hún gæti nefnt mörg dæmi um stór mál sem hafi aukið jöfnuð í landinu. „Hvort sem það er endurreisn barnabótakerfis, gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða nýtt örorkukerfi. Ég get nefnt stór umhverfismál sem unnið var að, ekki hvað síst á sviði loftlagsmála og náttúruverndar og svo auðvitað réttindamál. Kynrænt sjálfræði, ný lög um þungunarrof og svo mætti lengi telja,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi um verk ríkisstjórna hennar. Áhrif Vinstri grænna væru því óumdeild. Flokkur væri hins vegar tæki í kringum málefni og þessi málefni væru ekki á förum. „Kosningarnar núna sýna að það eru ekki aðeins Vinstri græn sem hverfa af Alþingi. Sósíalistar ná ekki inn. Píratar detta af þingi. Þetta eru kannski þrír flokkar sem við getum kallað róttæka. Þannig að greinilega var ekki eftirspurn eftir róttækum flokkum að þessu sinni,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Aukinheldur væru Vinstri græn hart dæmd vegna þátttöku í ríkisstjórn eins og tilhneigingin væri í Evrópu og öllum lýðræðisríkjum. Hún telji að Vinstri græn hefðu ekki átt að haga kosningabaráttunni með öðrum hætti en þau gerðu. Þar fyrir utan væri hún engin manneskja til að segja til um það í dag. Katrín segist bera mikið traust til Svandísar Svavarsdóttur núverandi formanns VG,Vísir/Vilhelm „Ég er farin af vettvangi og ber mjög mikið traust til Svandísar Svavarsdóttur formanns hreyfingarinnar. Sem stóð frammi fyrir mjög stóru verkefni og jafnvel enn stærra verkefni núna eftir þessar kosningar,“ segir Katrín. Atburðarásin hafi hins vegar verið hröð frá því Bjarni Benediktsson rauf stjórnarsamstarfið og boðaði til kosninga með skömmum fyrirvara. Fjöldi flokka hafi verið í framboði og allt þetta skýri ef til vill þær miklu sviftingar sem orðið hafi í kosningunum. Vinstrafólk sem gat ekki fyrirgefið henni í forsetakosningunum Það var augljóst í baráttunni fyrir forsetakosningarnar að margt vinstrafólk gat ekki fyrirgefið Katrínu að hafa yfirleitt farið í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Margir kenndu henni beinlínis um að Bjarni Benediktsson settis að nýju á forsætisráðherrastól. Skýrir þetta að nokkru leyti einnig fylgishrun Vinstri grænna eða ertu ónæm fyrir þessari gagnrýni? „Það er bara niðurstaða meirihluta þingsins að Bjarni verður forsætisráðherra. Formaður stærsta flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það er auðvitað ekki ákvörðun sem ég tek. Ég var gagnrýnd harkalega af sumum í þessu forsetaframboði og margt sagt sem mér fannst rangt. Margt sagt sem mér fannst ekki sanngjarnt,“ segir Katrín en hún hafi ekki dvalið mikið við það. „Þú spyrð hvort ég sé ónæm, ég er það að auðvitað ekki. Að sjálfsögðu horfi ég á það sem sagt er og hef alveg á því skoðanir. Miklu heldur hef ég kosið að taka það góða og jákvæða sem kom fram í þessari kosningabaráttu,“ segir forsetaframbjóðandinn fyrrverandi. Hún hafi haldið sextíu fundi hringin í kring um landið og hitt mjög margt fólk „Sem mér fannst áhugavert og gefandi að hitta. Ég kynntist mjög mörgu nýju fólki sem mér finnst gaman að hafa fengið inn í líf mitt.“ Hún hafi því tekið miklu meira jákvætt frá þessari reynslu en neikvætt. „En ég er ekki ónæm fyrir öllu því sem sagt var og margt held ég að muni ekki eldast sérstaklega vel,“ segir Katrín. Finnst henni þá harkan í fólki sem hefði kanski venjulega stutt hana ósanngjörn og eiga vinstrimenn kannski erfiðara með að fyrirgefa en aðrir og þá alveg sérstaklega samstarf cið Sjálfstæðisflokkinn? Það var kallað eftir pólitískum stöðugleika „Ég minni bara á að árið 2017 þegar ég stofna til þessarar ríkisstjórnar er það í kjölfar þess að við höfðum farið í gegnum tvennar óvæntar kosningar. Það hafði verið mikill óstöðugleiki. Mikil eftirspurn eftir samstarfi þvert á hið pólitíska litróf og það var eftirspurn eftir því að fólk leggði sig fram um að ná málamiðlunum og stöðugleika í stjórnmálum. Það var eftirspurn eftir reynslu á þeim tíma,“ segir Katrín þegar hún rifjar upp aðstæður í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 2013 og 2016 sem leiddu til stjórnarmyndunarinnar 2017. Katrín segir ríkisstjórn hennar hafa lagt af stað með miklum stuðningi þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm „Og þessi ríkisstjórn fer af stað með mjög góðum stuðningi landsmanna og ég vil meina að hún hafi staðið sig gríðarlega vel á erfiðum tímum. Það voru engin eðlileg verkefni sem þessi ríkisstjórn fékk í fangið. Heimsfaraldur 2020 sem auðvitað litar allt okkar starf á þeim tíma. Hefðbundin stjórnmál þurfa einhvern veginn undan að láta og við að takast á við gríðarlega flókið verkefni sem varðar öryggi allra landsmanna,“ segir Katrín. Síðan hafi eldsumbotin á Reykjanesskaga lagst ofan á allt þetta. Segja megi að stöðug áföll hafi riðið yfir þjóðina sem ekki væri hægt að skrifa út í nokkrum stjórnarsáttmála. Það hafi því reynt mikið á samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Hefði heimsfaraldurinn ekki komið til hefði staðan ef til vill orðið önnur fyrir kosningarnar 2021. „Því það er ekkert launungarmál að það er erfitt að halda saman ríkisstjórn á öllum tímum. Að sjálfsögðu verður það heldur erfiðara þegar flokkarnir eru fjarri hver öðrum málefnalega. Það er heldur ekkert launungarmál að samstarfið varð þyngra eftir því sem á leið,“ segir Katrín. Óróleikinn eykst í stjórnarsamstarfinu Ófróleikinn innan stjórnarsamstarfsins var farinn að láta á sér kræla undir lok fyrra kjörtímabilsins en hann ágerðist mjög fljótlega eftir að flokkarnir þrír höfðu endurnýjað samstarfið árið 2021. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafði í raun verið í hreinni stjórnarandstöðu sem meðal annars kom fram þegar Óli Björn Kárason sagði af sér formennsku þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2023 í mómælaskyni við stjórnarsamstarfið. Á vorþinginu 2023 var staðan þannig að fjölmörg mál stjórnarflokkanna sátu pikkföst í ágreiningi í nefndum Alþingis og Katrín tók þá ákvörðun að láta staðar numið og senda þingið í sumafrí. Mörg stórmál voru þá óafgreidd, meðal annars samgönguáætlun. Hefði verið hreinna að slíta stjórnarsamstarfinu á þeim tíma? „Þá má alltaf vera með ef og hefði vangaveltur. Það er ekkert launungarmál að það var vaxandi kergja. Þegar við verðum fyrsta þriggja flokka stjórnin sem lifir af kjörtímabil fáum við líka endurnýjað umboð 2021. Ég átti ekki endilega von á því. Við höfðum sagt þá að það væri eðlilegt ef svo færi að við fengjum endurnýjað umboð í kosningum að við myndum skoða að vinna áfram saman. Enda samstarfið um margt gengið vel,“ segir Katrín Átakalínurnar milli flokkanna hafi dýpkað þegar heimsfaraldrinum lauk. Það segði sína sögu að frumvarp sem hún lagði fram um mannréttindastofnun í september í fyrra vetur hafi enn verið fast í þinginu þegar hún fór í forsetaframboð vorið 2023, þótt það hafi sem betur fer klárast að lokum. Katrín segir mikla kergju hafa safnast upp í stjórnarsamstarfinu og þá verði stutt í illindi.Vísir/Vilhelm „Þannig að auðvitað var orðin kergja og þá er stutt í að það verði illindi. Ég hef auðvitað unnið með öllu þessu fólki og ber því flestu góða sögu. En það er meira en að segja það að halda saman þriggja flokka stjórn ólíkra flokka. Það er ekki bara forsætisráðherrans það er líka annarra að gera sitt í þeim efnum.“ Þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi haldið meirihluta sínum á Alþingi eftir kosningar 2007 ákvað Framsóknarflokkurinn sem glímdi þá við forystuskipti og ýmsa óárán að slíta stjórnarsamstarfinu. Það er því ekki gefið að flokkar haldi samstarfi áfram þótt meirihlutinn haldi. „Nei en það var niðurstaða flokksráðs Vinstri grænna á grundvelli þess stjórnarsáttmála sem þá lá fyrir,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Vinstri græn fengu 12,6% atkvæða í kosningunum 2021 sem hreyfingin myndi sjálfsagt fagna að hafa fengið í nýafstöðnum kosningum. Töldu sig enn hafa brýn verkefni En var það ekki svolítið í þínum höndum að segja þetta gott og hvetja flokkinn til að byggja sig upp að nýju? „Það var ekki niðurstaðan þá og við vorum auðvitað í miðjum heimsfaraldri. Við töldum að við hefðum ennþá brýnum verkefnum að sinna. Svo voru mál sem okkur langaði að ráðst í og ég er stolt af að hafi náð í gegn á seinna kjörtímabilinu. Ég nefndi þau hérna áðan eins og endurskoðunina á örorkukerfinu og málefni sem varða kannski sérstaklega stöðu barna í samfélaginu.“ Þannig að það hafi orðið niðurstaðan þótt sífellt mætti spyrja sig eftir á hvort fólk hefði átt að gera annað. „Ég skal bara viðurkenna að það er djúpt á það í mér að slíta stjórnarsamstarfi. Ég tek hlutina einfaldlega gríðarlega alvarlega. Er bara þeirrar gerðar en ég get sagt að auðvitað ræddi ég þetta stundum við minn þingflokk. Hvort fólk væri tilbúið að halda áfram. Því auðvitað er þetta á endanum félagsleg ákvörðun.“ Katrín segir úrslit alþingiskosninganna mikið áfall og hún hafi fyllst djúpri sorg vegna þeirra.Vísir/Vilhelm Úrlistin áfall fyrir VG Nú er staðan hins vegar sú að Vinstri græn eru fallin af þingi eftir að hafa einungis hlotið 2,3 prósent atkvæða. Kannski er þetta langlundargeð að koma í bakið á hreyfingunni súna? „Vafalaust má benda á mig í þeim efnum. Það má örugglega benda á einhverja fleiri ef fólk vill. Stóra málið held ég og verkefnið sem formaður hreyfingarinar stendur frammi fyrir og hennar fólk í forystunni er hvernig ætla þau núna að halda áfram," sagði forsætisráðherrann fyrrverandi. Nú þurfi grasrót flokksins að koma að því að móta framhaldið og hún viti ekki betur en hún komi saman til fundar snemma á nýju ári. „Þessi úrslit eru auðvitað áfall fyrir okkur öll. Að sjálfsögðu. En síðan snítur fólk sér og stendur upp,“ segir Katrín. Sérðu eftir því að hafa boðið þig fram til forseta? „Nei, það geri ég ekki. Í fyrsta lagi var ég alveg með það á hreinu að ég ætlaði ekki fram í næstu þingkosningum.“ Margir spyrðu hana um þessar mundir hvort henni þætti ekki erfitt að horfa á atburðarás dagsins og vera ekki á staðnum. Eðlilegt að finnast nóg vera komið „Ég get sagt ofboðslega heiðarlega, nei. Mér finnst það ekki. Af því að maður gefur mjög mikið af sér í þessum málum og svo finnur maður það bara á sér einn daginn að það er orðið meira átak fyrir mann að halda áfram að gefa af sér. Þá er auðvitað rétt að stíga til hliðar,“ segir Katrín. Þegar hún hafi fengið hvatningu um að bjóða sig fram til forseta hafi hún því ákveðið að láta vaða því hún væri líka þannig skapi farin að vera tilbúin að stökkva. „Og ég sé ekki eftir því. Þetta var mjög skemtileg barátta fyrst og fremst.“ Það var þá kannski viss léttir að vera laus úr hringiðu stjórnmálanna? „Maður verður náttúrlega áfram að hafa eitthvað mikið að gefa til að axla forystuhlutverk í stjórnmálum. Þetta er eins og ég nefndi áðan; maður er hart dæmdur og það er bara eitthvað sem maður þarf að búa við. En til þess einmitt að geta brugðist við því þarftu að hafa stóran tank af orku, hlýju og hugsjónum til að geta haldið áfram að gefa af þér.“ Hún hafi verið í stjórnmálum í tuttugu og tvö ár. Byrjað sem varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans árið 2002. „Hef alltaf verið á fullu í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þannig að það var ef til vill ekki skrýtið að finna þessa tilfinningu að nú væri þetta kanski komið gott hjá mér.“ Mátulegt á mig að fá Hörpu í fangið Þegar Katrín horfir yfir ferilinn minnist hún þess að hún hafi tekið við embætti mennta- og menningarmalaráðherra árið 2009 á mjög erfiðum tímum í rústum bankahrunsins. Tvennt komi upp í hugann þegar hún væri spurð um af hverju hún væri stoltust á ferlinum. „Hvað okkur tókst að bjóða mörgum að hefja nám sem höfðu misst vinnuna á þeim erfiðu tímum í samfélaginu. Það fólk hefur sumt stoppað mig úti á götu og sagt að þetta hafi breytt lífinu.“ Katrín segir það hafa verið mátulegt á hana að fá Hörpu í fangið í hruninu, konu sem ætlaði aldrei að reisa sér pólitíska minnisvarða.Vísir/Vilhelm Svo nefnir hún tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu sem var varla meira en grunnurinn þegar bankarnir hrundu og ríkið og borgin ákváðu að klára að byggja það. „Sem var mátulegt á mig því ég sagði alltaf að ég ætlaði ekki að vera stjórnmálamaður sem reisti sér minnisvarða. Svo auðvitað tók ég að mér að klára þetta hús þótt ég hafi ekki gert það með mínum eigin höndum,“ segir Katrín. Tímar hennar í embætti forsætisráðherra hafi síðan verið mjög óvenjulegir. Í hennar vinahópi væri grínast með að vonandi hætti allt vesen nú þegar hún væri hætt sem forsætisráðherra. Faraldrar, eldsumbrot og aðrar náttúruhamfarir. „Því þetta var eignlega stanslaust.“ Auðvitað væri hún stolt af verkum sínum í forsætisráðuneytinu þótt hlutirnir færu ekki alltaf eins og stefnt hefði verið að. „Maður gengur inn á einhverja skrifstofu með plan. Þetta er það sem ég ætla að gera og svo tekur lífið bara við. Maður þarf að bregðast við öllu sem kemur upp og það skiptir máli hvernig maður gerir þar. Fyrir það verður maður dæmdur á einhverjum tímapunkti.“ Grautfúl með úrslitin í forsetakosningunum Katrín fékk rétt rúmlega 25 prósent atkvæða í forsetakosningunum í júni og hlaut næst mesta fylgið á eftir Höllu Tómasdóttur sem var kjörin með rétt rúmlega 34 prósentum atkvæða. „Í fyrsta lagi fannst mér gaman í þessari forsetakosningabaráttu. Ég kynntist nýju fólki, fékk einhvern veginn aðra sýn á samfélagið. Þegar maður er á ferð um landið til dæmis sem stjórnmálamaður færðu ákveðna sýn og þú hittir ákveðið fólk. Svo ferðu sem forsetaframbjóðandi og hittir annað fólk sem hefur aðra hluti að segja þér. Þannig að það var í fyrsta lagi mjög gefandi. Ég var auðvitað grautfúl að tapa þessum kosningum. Ég fór í þetta til að vinna, að sjálfsögðu," sagði Katrín. Svo takist menn bara á við það. Hún væri einfaldlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að endurfæðast á miðri lífsleiðinni. „Það er ekki sjálfgefið að maður fái það,“ segir Katrín augljóslega farin að líta til annarra og nýrra átta. Úr hringiðunni að Hringborði norðurslóða Þegar árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, var haldið í október vakti athygli að forsætisráðherrann fyrrverandi stýrði þar umræðum málefni ísilagðra svæða í heiminum. Í dag er hún sérlegur sendifulltrúi Hringborðsins og hefur meðal annars fundað með ráðamönnum, vísindamönnum og fleirum víða um heim undanfarna mánuði. „Til að tala fyrir hönd þessa vettvangs um þau mál sem ég hef alltaf brunnið fyrir. Sem eru auðvitað loftslagsmálin, málefni norðurskautsins en líka annarra ísilagðra svæða í heiminum. Suðurskautið og önnur svæði sem eru þakin ís.“ Katrín segiir lærdómsríkt að fá að hafa fengið að kynnast innra starfi Hringborði norðurslóða sem væri stærsti vettvangur umræðunnar um loftlagsbreytingar á norðurslóðum í heiminum.Vísir/Vilhelm Það hafi verið lærdómsríkt fyrir hana að kynnast þessum vettvangi, Hringborðinu, innan frá. „Því hann nýtur mikillar virðingar víða um heim og hefur vakið mikla athygli. Þetta er stærsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin er reglulega hér og er að ræða mjög mikilvæg mál í samtímanum,“ segir Katrín. Hún væri mjög glöð að fá þetta tækifæri. Ekki hvað síst að fá að hitta alls konar fólk og vísindamenn í heiminum. „Sem eru að horfa til þessa vettvangs sem staðarins þar sem vísindin geta einmitt mæst og átt samtal við fólk sem er að móta stefnuna. Stjórnmálamenn, embættismenn og aðra um ein brýnustu mál samtímans,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Verkefnið væri mjög spennandi verkefni og mikilvægt. Grafið undan lýðræðinu á viðsjárverðum tímum „Við erum á mjög viðsjárverðum tímum í heiminum. Á sama tíma eru við að sjá stríðsátök sem hafa ekki verið fleiri frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Við erum að sjá bakslag í lýðræðinu. Við erum að sjá grafið undan lýðræðinu í lýðræðisríkjum. Erum að sjá ríki sem ekki eru lýðræðisríki taka meira rými á alþjóðasviðinu,“ segir Katrín. Allt spili þetta saman með tæknibreytingum sem væru að mörgu leyti stórkostlegar en hefðu líka að mörgu leyti gjörbreytt lýðræðislegri umræðu á undanförnum árum. Hún velti fyrir sér meira nú en oft áður hvað gervigreindin væri að hafa mikil áhrif á lýðræðislega umræðu. Ætti gervigreindin til dæmis að hafa málfrelsi? Ein afleiðing stríðsins í Úkraínu er að Norðurskautsráðið sem Ísland var í formennsku fyrir rétt áður en stríðið skall á hefur verið lamað allt frá innrás Rússa sem tóku við formennsku af Íslandi í ráðinu á fundi þess í Reykjavík í maí 2021. En Norðurskautsráðið hefur verið einn mikilvægasti vettvangur ríkja sem liggja að norðurskautinu og Rússar eiga stærstu landamæri allra að norðurskautinu. Þessi mál líða því mikið fyrir stríðið ekki rétt? „Þau líða mjög mikið fyrir stríðið. Við erum að horfa á sífrerann í Síberíu sem er gríðarlega stórt mál út frá loftslagssjónarmiðum.“ Það hafi í raun ekkert samstarf eða samtal átt sér stað frá því stríðið braust út þótt aðeins hafi örlað á upplýsingaskiptum á milli vísindamanna sem væru engu að síður takmörkuð. „Þetta er ótrúlega sorgleg þróun því við héldum hér fund Norðurskautsráðsins og samþykktum þar stefnu ráðsins til tíu ára. Það er í raun það síðasta sem gerist jákvætt í þessum málum. Þetta er svo ótrúlega mikilvægt hér á þessu viðkvæma svæði, að við getum náð saman og skilið aðra hluti eftir,“ segir Katrín Það væri hins vegar ekkert smámál þegar eitt ríki ráðist inn í annað og brjóti þar öll alþjóðalög. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands á heiðurinn af stofnun Hringborðs norðurslóða sem hafa vaxið með ótrúlegum hætti á undanförnum tíu árum. Hann er nú rúmlega áttræður og yngist ekki fremur en aðrir. Katrín segir Ólaf Ragnar enn í fullu fjöri og ótímabært að ræða eftirmann hans hjá Hringborði norðurslóða.Vísir/Vilhelm Gætir þú hugsað þér að leysa hann af hólmi þegar þar að kæmi? „Ég held að Ólafur sé hressari en ég og þú samanlagt. Alltaf þegar ég hringi til hans er hann úti að ganga. Þannig að ég held að hann sé bara í fullu fjöri ennþá,“ segir Katrín og minnir á að verkefni hennar hjá Hringborði norðurslóða væri einungis hugsað til eins árs og væri ekki fullt starf. Hún hafi verið beðin um að stýra nefnd fyrir Alþjóðaheibrigðisstofnunina um loftslagsbreytingar og lýðheilsu sem hún hafi samþykkt að taka að sér. Þau mál skýrðust betur snemma á næsta ári. Skrifar pólitískar endurminningar en ekki pólitíska sakamálasögu En kemur til greina að snúa sér að bókarskrifum því krimmi hennar og Ragnars Jónassonar sem kom út 2021 vakti töluverða athygli? „Úr því þú spyrð þá hef ég verið að skrifa. Reyndar ekki skáldsögu heldur hef ég aðeins verið að rifja upp pólitískar minningar. Því ég sit uppi með að vera með skjöl á þremur brettum á Þjóðskjalasafninu sem ég er að grisja núna. Þetta gengur allt of hægt hjá mér og ég er ekki vinsæl manneskja á safninu. Þetta tekur miklu lengri tíma en ég hélt en auðvitað er ég að vinna svolítið í því en veit ekki hvort það kemur út,“ sagði Katrín. Hvað með að skrifa sakamálasögu, gætir til dæmis skrifað um morð í fjármálaráðuneytinu. Búið til persónu líkt og Erlend í bókum Arnalds um konu sem leysir málin? „Það eru náttúrulega allir að skrifa glæpasögur. Ég var að skoða Bókatíðindi, mér sýnist þetta vera mjög mikið af glæpasögum,“ segir Katrín. „Við Ragnar erum búin að fá margar áskoranir um að skrifa framhald. Það getur vel verið að við gerum það. Við erum alveg með hugmyndir.“ Þú gætir fengið útrás fyrir að drepa fyrrverandi pólitíska andstæðinga þína í bók? „En þá fara allir að þekkja þá þegar þeir mæta,“ segir Katrín hlæjandi. „Menn sem líta út eins og Bjarni og Sigurður Ingi og eru drepnir hræðilega. Heldurðu að þetta væri nú gott," sagði Katrín kíminn í Samtalinu á fimmtudag.
Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Riddari kannana mætir í Samtalið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum. 10. október 2024 10:05 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02
Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Riddari kannana mætir í Samtalið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum. 10. október 2024 10:05
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00