Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sam­eigin­leg fjár­festa­kynning Marel og JBT

Atli Ísleifsson skrifar
Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags.
Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags.

Sérstök fjárfestakynning fer fram með stjórnendum Marel og JBT í höfuðstöðvum Marel á Íslandi í dag. Kynningin hófst klukkan 13 en hægt er að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.  

Þar munu Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, Brian Deck, forstjóri JBT, og Matt Meister, fjármálastjóri JBT, horfa til framtíðar og fjalla um þau stóru tækifæri og samlegðaráhrif sem felast í sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila.


Tengdar fréttir

Ætla að samþykkja til­boð JBT og vonast til að margir hlut­hafar haldi eftir bréfum

Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×