Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 07:56 Amnesty International segir lögin fela það í sér að þær konur sem deila myndskeiðum af sér á samfélagsmiðlum án höfuðklúts eigi yfir höfði sér að verða dæmdar til dauða. Getty/Anadolu/Fatemeh Bahrami Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum. Íran Jafnréttismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum.
Íran Jafnréttismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent