Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 10. desember 2024 07:31 Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Bílastæði Jól Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun