„Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 07:32 Tomas Soucek teygði níu fingur upp til heiðurs Michail Antonio, sem klæðist treyju númer níu, þegar hann fagnaði marki sínu gegn Úlfunum í gær. Getty/Justin Setterfield Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek tileinkaði Michail Antonio markið sem hann skoraði í 2-1 sigri West Ham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann segir myndsímtal við Antonio hafa hjálpað liðinu fyrir leikinn. Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek. Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek.
Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti