Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 15:52 Fangavörður gengur út úr rými í deild Ringerike-fangelsisins þar sem Anders Behring Breivik er haldið. Náttúrumyndir voru settar upp á veggjum eftir að Breivik kvartaði fyrst undan aðbúnaði sínum. Vísir/EPA Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu. Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu.
Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21