Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 14:32 Hér má sjá Ahmed Hussein al-Sharaa, leiðtoga HTS-samtakanna í Sýrlandi, virða fyrir sér Damaskus-borg og það reykjarmökk sem talinn er vera vegna loftárásar Ísraela í morgun. Hann hefur lengi gengið undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani en opinberaði raunverulegt nafn sitt á dögunum. HTS Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma. Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma.
Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira