Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 14:32 Hér má sjá Ahmed Hussein al-Sharaa, leiðtoga HTS-samtakanna í Sýrlandi, virða fyrir sér Damaskus-borg og það reykjarmökk sem talinn er vera vegna loftárásar Ísraela í morgun. Hann hefur lengi gengið undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani en opinberaði raunverulegt nafn sitt á dögunum. HTS Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma. Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma.
Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira